Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 51
áfengis daglega, fái sér vín með matnum og bjór með sjón-
varpinu og ef þetta er í efri mörkum þess sem mælt er með,
hefur það áhrif á minnið. Ef svefninn er ekki í lagi, fólk sefur
að jafnaði minna en líkaminn þarfnast, hefur það sömuleiðis
áhrif á minnið sem verður ekki eins gott. Streitan sem fylgir
flóknum lífsstíl og samskiptum hefur einnig sitt að segja og
síðast en ekki síst hefur lyfjataka áhrif á minnið. Það er orðið
allt of algengt að fólk taki lyf við öllu mögulegu sem ef til vill
væri betra að bregðast við með breytingu á lífsstíl og þessi lyf
hafa oft víðtæk áhrif.“
Minnisleysi um og eftir sjötugt
Jón segir nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir
því hvað það er
sem hefur
áhrif á
ein-
beitingu fólks ef minnið er farið að bregðast og reyna að
bregðast við því. Sjá hvort ekki er hægt að hægja á sér og
skipuleggja daginn betur.
„Það er misjafnt hvenær fólk fer að gleyma beinlínis vegna
aldurs en algengt er að á sjötugsaldri fari milt minnisleysi að
gera vart við sig,“ segir Jón. „Þó eru sumir sem hafa stálminni
alveg til níræðs þannig að það er engin regla í þessu. Hitt er
annað, að nákvæmlega eins og harði diskurinn í tölvunum
getur fyllst, hefur minnið ákveðinn mettunarþröskuld og það
er ekki endalaust hægt að troða í það.“
Hvað varðar lyf við minnisleysi vill Jón ekki mæla með
þeim og segir lyf sem gefin eru t.d. alzheimersjúklingum ekki
henta mjög vel einstaklingum sem ekkert er að annað en létt
minnisleysi vegna annarra orsaka en sjúkdóms. „Þessi lyf
hafa öll aukaverkanir og sumar óþægilegar og ég tel miklu
betra að breyta einfaldlega um lífsstíl og sjá hvort það verður
ekki til þess að minnið batnar."
Hvernig munum við? Minni byggist að miklu leyti á
tengslum. Maður sér manneskju og þekkir hana í sjón. Það
sem heilinn þekkir er fasið, klæðaburðurinn og annað sem
tengir saman minnisbúta. Það kannast allir við að hafa séð
einhvern sem er kunnugur, meira að segja vel kunn-
ugur, en geta ekki með neinu móti komið viðkomandi
fynr sig. Aðeins vegna þess að manneskjan er á
röngum stað, í röngum fötum (sé hún t.d. vön að
vera í einkennisklæðnaði) eða tengslin á ein-
hvern hátt röng. í hvert sinn sem við verðum
STUNDUM ÞARF HEILINN að vinna
á yfirhraða, bara til að fylgjast með því
sem nauðsynlegt er. Áreitið er
stöðugt; frá ljósvakamiðlum,
umferðinni, tölvunni, börnunum,
ræktinni, vinnufélögunum... aldrei er
hægt að slaka á og leyfa sér að gleyma
einhveiju.