Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 53

Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 53
Spumingin til Sigurðar E. Levy, deildarstjóra þjónustudeildar Lánstrausts hf., er þessi? Eru vanskil að aukast í atvinnulífinu og hvernig er best að veija sig gegn vanskilum annarra, þ.e. hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir eru vænlegastar? Spáð í spilin Uanskil eru að aukast. Hvernig á að verja sig? Besta leiðin til að draga úr áhættu vegna vanskila viðskiptavina er að hafa fyrir- fram mótaðar reglur um hvernig að láns- og reikningsviðskiptum skuli staðið, þar sem hornsteinn reglnanna er skipuleg notkun upp- lýsinga. Fjöldi gjaldþrotaúrskurða og árangurs- lausra ijárnáma, og samanburður á þróun þeirra milli ára, er mælikvarði sem segir ágæt- lega til um hver þróun vanskila er á hverjum tíma. Upplýsingar um þessar gjörðir eru skráðar í vanskilaskrá Lánstrausts hf. og er stuðst við skrána í þeim samanburði sem hér er fjallað um. A fyrstu niu mánuðum ársins 2003 voru gjaldþrotaúrskurðir einstaklinga 301 á móti 218 á fyrstu níu mánuðum ársins 2002, sem er um 38% aukning. Þegar lögaðilar/fyrirtæki eru skoðuð í þessu samhengi kemur í ljós að gjaldþrotaúrskurðir þeirra á fyrstu níu mán- uðum ársins 2003 voru 461 á móti 368 á fyrstu niu mánuðum ársins 2002, sem er um 25,3% aukning. Fjölgun varð á árangurslausum flár- námum hjá einstaklingum um rúm 10,2% ef bornir eru saman fyrstu níu mánuðir áranna 2003 og 2002, í ár voru þau 5.782 á móti 5.245 í fyrra. í tilviki lögaðilanna/fyrirtækjanna er aukningin rúm 14,6%, ijöldi árangurslausra ijárnáma þeirra var 2.377 á fyrstu níu mán- uðum þessa árs en á fyrstu níu mánuðum ársins 2002 var fjöldi þeirra 2.073. Einar og sér benda þessar tölur til að veru- leg aukning sé enn á alvarlegum vanskilum. A það er þó að líta, að verulega hefur dregið úr aukningunni, einkum á þriðja ársijórðungi 2003. Eru því ákveðnar Hkur á að jafnvægi sé að komast á. Með því er ekki átt við að einstak- lingar og fyrirtæki séu almennt farin að ráða við skuldbindingar sínar, heldur að fjöldi þeirra sem úrskurðaðir eru gjaldþrota eða gert er hjá árangurslaust flárnám, virðist til- tölulega stöðugur núna. Allar tölur þar um eru þó mjög háar, bæði í sögulegu samhengi og borið saman við önnur lönd. Notkun upplýsinga besta vörnin Kínverski herforinginn Sun Tzu (ca. 500 f.kr.) sagði notkun upplýsinga einn af þremur þáttum sem skilgreina velgengni skipulagslegrar heildar. „Information is the lifeblood of business,"1 sagði hann. Skipuleg notkun upp- lýsinga er besta leiðin til að draga úr áhættu á að viðskiptakröfur tapist. Forsenda þess að vel takist til er þó, að fyrir hendi séu skil- greindir verkferlar og reglur um það hvernig upplýsingar skuli nota. Reyndar þurfa að vera fyrir hendi reglur sem taka til fleiri þátta, svo sem varðandi fjárhæðir úttektar- heimilda, eftirlit með úttektum, hvernig standa skuli að innheimtum o.fl. Hlutlægar upplýsingar sem varpa ljósi á lánstraust og greiðsluhæfi viðskiptavina, er ein meginforsenda „réttra ákvarðana", án þeirra fæst aldrei raunhæf mynd á greiðsluhæfi við- skiptavinanna og útilokað er að meta hver áhættan er í hverju tilviki. Þær upplýsingar sem stuðla að bættri ákvarðanatöku eru m.a. vanskilaupplýsingar, upplýsingar úr ársreikn- ingum og upplýsingar um greiðsluhegðun. Að þessum upplýsingum geta fyrirtæki haft greiðan aðgang. [H Gjaldþrotum og árangurslausum fjárnám- um hefur fjölgað. Sigurður E. Levy, deildarstjórí hjá Láns- trausti: „Þær upplýs- ingar sem stuðla að bættri ákvarðanatöku eru m.a. vanskila- upplýsingar, upplýs- ingar úr ársreikning- um og upplýsingar um greiðsluhegðun." 1 The Art of War For Excecuti- ves, Donald G. Krause (1995) 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.