Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 64

Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 64
Fjármál Þessi þekkta akademíska saga segir í raun hvað átt er við með skilvirkni markaða, og þeir sem aðhyllast þessa kenningu hafa ekki tiltrú á að fimm þúsund kallar liggja á glámbekk til auðveldrar heimtöku fyrir Pétur (sér- fræðingana) eða Pál (leik- mennina). I kringum 1970 áttu sér stað miklar rannsóknir á skilvirkni verðbréfamark- aða. Sú kenning leit dagsins ljós að gengi á hlutabréfum mætti lýsa með hjálp slembibreytu sem kall- aðist „random walk“. Innihald þessarar kenningar var að gengið á hlutabréfi í dag innihéldi allar upplýsingar sem skiptu máli fyrir fjárfesta, í genginu væri búið að safna saman öllum upplýsingum sem skiptu máli og allar breytingar á gengi í framtíðinni frá núverandi gengi ættu sér stað vegna ófyrir- sjáanlegra atburða. Fréttir morgundagsins - en samkvæmt skilgreiningu er ekki hægt að sjá fréttir fyrir - og breytingar á gengi á morgun væru því óháðar gengi og gengis- breytingum dagsins í dag. Þetta hafði í för með sér þá almennu eða kannski réttara sagt akademísku upplifun að ekki væri hægt að fá hærri ávöxtun en verðbréfasafn er endurspeglaði samsetningu markaðarins. Burton G. Malkiel skrifaði stuttu seinna fræga bók, „A Random Walk Down Wall Street", en þar færði hann frekar stærðfræði- legar kenningar í búning sem hinn almenni Ijárfestir gat notið góðs af og kristallaðist góðlátlega í þeirri kenningu að api, sem henti pílum á blað uppi á vegg með nöfnum skráðra fyrirtækja, væri jafngóður ráðgjafi í samsetningu hlutabréfa- safns og sérfræðingar á verðbréfamarkaðnum. Er verðbréfamarkaöur fyrirsjáanlegur? Á síðustu árum hafa hins vegar komið fram kenningar er draga í efa hvort verðbréfamarkaðurinn sé í raun skilvirkur og margir telja að hann sé að hluta til fyrirsjáanlegur. Ymsir hagfræðingar telja að sálfræðilegir og félagslegir þættir, ásamt verðþróun í for- tíðinni, hafi raunveruleg áhrif á verðmyndun bréfanna í dag. Að auki finnast aðilar er halda því fram að fyrirsjáanleikinn gefi tilefni til ávöxtunar að teknu tilliti til áhættu umfram það sem eðlilegt má teljast. Kenningar um hvort sálfræðilegir eða félagsfræðilegir þættir hafi áhrif hafa m.a. tekið á spurningum eins og þeirri hvort líkja megi viðbrögðum Ijárfesta við málsháttinn „þegar ein beljan mígur verður annarri mál“, eða á máli verðbréfamarkaðarins (kenningar um hjarðhegðun) að þegar markaðurinn hækkar þá fylkjast ijárfestar í sama lið KENNING BURTON G. Malkiel var sú að api, sem henti pílum á blað uppi á vegg með nöfnum skráðra fyrirtækja, væri jafngóður ráðgjafi í sam- setningu hlutabréfasafiis og sérfræðingar á verð- bréfamarkaðnum. og stuðla að áfram- haldandi hækkunum sem styðjast ekki við undirliggjandi raun- tölur. Rannsóknir benda samt til að slíkt eigi sér aðeins stað þegar markaðir fari hækkandi og jafnvel þó hægt sé að selja verðbréf sem ekki eru í eigu fjárfesta (svokölluð skort- staða) sýni tölur að mjög lítið er um slíka hegðun þegar mark- aðir falla. Þessar kenningar um hjarð- hegðun markaðarins kallast bólur (e. bobbles) eða tískufyrirbrigði (e. fads) - verðbréf hækka þá upp úr öllu valdi (bólan/tískufyrirbrigðið) en að lokum finnst enginn „kjáni“ til að kaupa og þá springur bólan með hvelli eins og tímabilið 1999-2000 er vitni um sem og túlípanaævintýrið fræga í Hollandi á sautjándu öld. „Vel gefið“ og „illa gefið" fjármagn Enn aðrar kenningar hafa skipt ljárfestum eða Ijármagni í „vel gefið“ ljármagn og „illa gefið“ fjármagn. Hér er verið að vitna til þess að fjárfestar séu misvel upplýstir um samhengi hlutanna og jafnvel þó slíkt sé ekki í mótsögn við kenninguna um skilvirkni megi leiða að því líkur að endrum og eins sé máttur hins „illa gefna“ ljármagns það mikill að verðbreyt- ingar eða verðþróun einkennist ekki af undirliggjandi raun- tölum. Þessar kenningar gera reyndar ráð fyrir því að stór hluti heildarljármagnsins, sem er á höttunum eftir Ijárfest- ingartækifærum, sé á mála hjá aðilum sem ekki lesa mark- aðinn „rétt“, en benda má á að mjög stór hluti heildarfjár- magnsins er að öllu jöfnu - eitthvað breytilegur frá tíma til annars - í höndunum á aðilum með sérfræðiþekkingu á málefninu. Hins vegar gera þessar kenningar þá jafnframt ráð fyrir að hægt sé að velta því upp hvort sérfræðingarnir lesi markaðinn kolrangt endrum og sinnum. Hvort slíkt skýrist af röngu mati á rauntölum eða sálfræðilegum eða félagslegum þáttum eða blöndu af framansögðu getur verið erfitt að dæma um, svo við nefnum ekki að færa vísindalega sönnun fyrir orsakasamhenginu. Tenging Ijármálahagfræðinnar við önnur samfélagsfög og rannsóknir síðustu áratuga hafa aukið skilning ljárfesta á verðbréfamarkaðinum. Mikil vinna er þó óunnin og jafnvel þótt fræðimenn hafi vilja til að tengja saman ýmis samfélags- fög í leit að svari við spurningunni um hvernig verðmyndun eigi sér stað, er óvíst hvort óvefengjanleg niðurstaða fáist nokkurn tímann. 33 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.