Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 76
Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri Jóna Transport.
Jónar Transport
Flutt með hraði
Jónar Transport bjóða upp á alhliða flutninga, hvert sem er í heiminum.
Jónar Transport hafa á síðustu 25 árum markað spor í
flutningsmiðlun til og frá íslandi með því að bjóða upp á
heildarþjónustu í fraktflutningum, hvort sem um er að
ræða sjófrakt, flugfrakt eða hraðsendingar,“ segir Kristján
Pálsson, framkvæmdastjóri Jóna Transport. „I þessu felst að
fyrirtækið sér um að sækja eða flytja vörur heim að dyrum
birgja nánast hvaðan sem er og hvert sem er í heiminum,
koma þeim í skip eða flugvél eftír þörfum og sér um alla
tilheyrandi skjalameðhöndlun erlendis og hérlendis, ásamt
þeirri vöruhúsa- og akstursþjónustu sem til þarf.“
Umboðsmannakerfi Jóna Transport spannar veröldina víða.
I Bandaríkjunum hafa Jónar verið í áralöngu samstarfi við Bax
Global sem er einn öflugasti flutningsmiðlari í flugfrakt
þarlendis. Einnig vinna Jónar með staðbundnum aðilum í New
York og Norfolk varðandi skipa- og flugfrakt..
Upphaf Jóna nafnsins má rekja til Hafnarljarðar, en
fyrirtækin Jónar og Flutningsmiðlunin voru bæði stofnuð um
1980. Flutningsmiðlunin sérhæfði sig í
forflutningum til hafna á meginlandi Evrópu,
flugfrakt og hraðflutningum en Jónar í
skipaafgreiðslu og sjófrakt. Árið 1995
sameinuðust þessi 2 fyrirtæki í Flutnings-
miðlunina Jóna, sem síðan sameinaðist BM
Flutningum árið 2000 í Jóna Transport.
Mikil reynsla í flutningsmiðlun „Fiestir
samstarfsaðilar Jóna Transport erlendis hafa
starfað með okkur í 15-20 ár og þekkja þarfir íslenska
markaðarins mjög vel,“ segir Kristján sem tók við starfi
framkvæmdastjóri Jóna Transport sumarið 2002 eftír að hafa
starfað í Bretlandi í sjö ár sem framkvæmdastjóri skrifstofu
Samskipa.
„Starfsfólk okkar hefur mikla reynslu í flutningsmiðlun og
tengdri þjónustu og fagmennska einkennir öll þeirra störf.
Jónar hafa ávallt lagt megináherslu á persónulega þjónustu við
viðskiptavini sína.“
Kristján segir það hafa komið sér verulega á óvart hversu
víðtæka reynslu starfsfólk Jóna hafi í flutningsmiðlun. „Hér
hafa líka allir gaman að því sem þeir eru að gera og leggja sig
jafnframt 100% Jiram í þau verkefni sem fyrir liggja.“
Jónar Transport hafa verið leiðandi í flugfrakt frá
Bandaríkjunum s.l 15 ár í samstarfi við Bax Global sem eru
með 250 skrifstofur í öllum fylkjum landsins. Hægt er að rekja
feril allra flugsendinga sem fara í gegnum Bax Global á
slóðinni www.baxglobal.com. Þar getur
viðskiptavinurinn fylgt sendingu sinni
nákvæmlega eftír og séð stöðu hennar á
hveijum tíma.
Jónar bjóða upp á viku til hálfs-
mánaðarlegar siglingar tíl og frá austur- og
vesturströnd Bandaríkjanna. Jónar bjóða upp
á forflutninga til hafnar frá öllum fylkjum í
gegnum Norfolk sem er aðalútskipunar-
höfnin á austurströndinni. 3H
í BANDARÍKJUNUM
hafa Jónar verið í
áralöngu samstarfi
við Bax Global sem
er einn öflugasti
flutningsmiðlari í
flugfrakt þarlendis.
76