Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 80

Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 80
Ánægja með Marel í fréttum frá amerískum viðskiptavinum Marel ber mikið á því að ánægja sé með lausnir fyrirtækisins. „Yið framleiðum mjög mismunandi Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölumála hjá Marel, og Einar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Marel í Bandaríkjunum. kjúklinga. Fyrir WalMart og Standard Meat Company höfum við þróað lausnir sem gera fyrirtækjunum fært að vinna afurðir með hámarksnýtingu og lágmarkssnertingu mannshandar- innar en það eykur líftíma vörunnar í versluninni. Með því að vinna að þessum fram- leiðslulausnum náði Marel í stóra samninga á tíma þegar iðnaðurinn var ekki að fjárfesta mikið.“ nd ailas Marel Tækni á heimsmælikvarða að telst til tíðinda þegar stórfyrirtæki á borð við WalMart og Standard Meat Company í Bandaríkjunum nýta sér íslenska tæknihönnun. WalMart fór nýlega að selja kjúklinga- bita í stöðluðum stærðum og pakkningum og til þess þurfti að fmna mjög sjálfvirk tæki sem gátu á miklum afköstum lágmarkað yfirvigt. Hafa nýtísku verksmiðjur sem Marel afhennti á árinu og framleiða iýrir WalMart sannað gildi sitt og sala WalMart á afurðunum er umfram væntingar. Standard Meat í Texas selur steikur til hundruð veitinga- húsa Outback keðjunnar og þurfti að finna leið til þess að skera erfiða kjötbita í hæfilega stórar og vel lagaðar sneiðar. Marel hafði lausnina sem er IPM Lasereye - tæki sem notfærir sér laser tölvusjón og sker kjötbita í fullkomnar steikur, meira að segja bita sem eru erfiðir í laginu og óhægt um vik að vinna þess vegna. Afhenti Marel afar fullkomna verksmiðju til þeirra og flagga þeir íslenska fánanum á hverjum degi til að lýsa ánægju sinni með samstarfið. Nálægðin er lykílatriði „Við eigum mikil viðskipti í Banda- ríkjunum og er um það bil 40% af heildarveltu Marel þar,“ segir Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölumála hjá Marel. „Lykillinn að okkar velgengi þar er ekki síst nálægðin við viðskiptavini okkar og endanotendur afurðanna sem fram- leidd eru með tækjunum. Meðal þeirra sem Marel hefur verið að vinna með eru íýrirtæki eins og Burger King og Wendy's, en fyrir þá höfum við þróað vél sem hentar til að skera steikur og okkur langaði til að búa til fram- leiðslulínu þar sem allt gengi snuðrulaust fyrir sig,“ segir Will Davenport, fram- leiðslustjóri Standard Meat í Texas í blaða- viðtali. „Lausn Marel er fúllkomin og eykur afköstin, nýtir betur hráefnið auk þess sem engir hnökrar eru á framleiðslunni. Við uppsetningu tækjanna komu hingað starfsmenn Marel og voru hér um tíma. Þeir unnu fagmannlega og fumlaust að verkinu og ljóst að þeir kunnu sitt fag.“ Fyrirtækið Marel var stofnað í Reykjavík árið 1983 og hefur síðan vaxið og orðið leiðandi í þróun og framleiðslu hátækni- tækja fyrir matvælaiðnað. í Marel samstæðunni eru nú 10 dótturfyrirtæki í Astralíu, Evrópu og Norður-Ameríku og umboðsmenn fyrirtækisins eru í rúmlega 30 löndum víða um heim. Marel býður upp á lausnir í vigtun, flokkun og niður- skurði. Hjá Marel vinna um 800 manns og eru um 500 af þeim erlendis. Stór hluti starfsfólks er með háskólamenntun af einhverju tagi. Vöxtur Marel hefur verið stöðugur og hefur fyrirtækið hlotið viðurkenningu á heimsmælikvarða fyrir fag- mennsku og snjallar lausnir í tækni fyrir matvælaiðnaðinn. „Starfsmenn Marel í Bandaríkjunum eru nú 40 og höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kansas City þar sem um þriðj- ungur starfsmanna er staðsettur. Hins vegar höfum við sölu- og þjónustufulltrúa um allt land þar sem viðskiptavinir okkar eru dreifðir víða. Við teljum nauðsynlegt að auðvelt sé fyrir við- skiptavini okkar að hafa aðgang að þjónustufulltrúum okkar enda hefur það sýnt sig vera lykilatriði í samskiptum," segir Einar Einarsson framkvaundastjóri Marel í Bandaríkjunum. SH Marel á viðskipti við öll helstu fyrirtæki í Banda- ríkjunum í kjúklingum, kjöti og fiski. 80

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.