Frjáls verslun - 01.09.2003, Side 86
Roberto Bava og matreiðslumeistarinn Sergio Zanetti í heimsókn hér á landi nýlega.
Myndir: Geir Ólafsson
Piedmont
- best varðveitta leyndarmál ítalíu
Italía er án efa eitt helsta vlnland ver-
aldarinnar. Ítalía er margbrotið vín-
land og flókið. Á Ítalíu er framleitt
óhemjumagn af lélegu víni. En þar eru
einnig framleiddar sumar af stórkost-
legustu víntegundum heimsins. Italía
hefur verið sameinað ríki frá 1870.
Ohætt er að segja að enn sé tölu-
verður munur á hinum ýmsu hér-
uðum Ítalíu og það er griðarlegur
munur á Norður- og Suður-Italíu. Þess
vegna er Ítalía í mínum huga áhugaverðasta vínland heims-
ins. Á undanförnum árum hefur orðið byltingarkennd þróun
í ítalskri víngerð. Þá er hinn mikli munur sem er á víni frá
hinum ýmsu héruðum áhugaverður og spennandi. Áhuga-
verðustu vínin koma frá Toskana og Piedmont. Þá eru farin
að koma afar áhugaverð vín frá Púglíu og Sikiley. Þá er rétt að
benda á að frá Friuli koma ljómandi hvítvín. Það hérað sem í
mínum huga er hvað mest spennandi um þessar mundir er
Piedmont.
Piedmont Héraðið Piedmont er í norðaustur hluta Ítalíu, við
frönsku landamærin í skjóli Alpanna. Héraðið er Mekka sæl-
kera, enda er maturinn einstaklega ljúffengur, kraftmikill, ein-
faldur en þó spennandi. Héraðið er
þekkt íýrir hvíta jarðsveppi eða trufflur,
sem gefa frá sér ljúffengt og sérstakt
bragð. Villibráð, innmatur, risotto hrís-
grjón sem eru ræktuð í héraðinu ein-
kenna matargerð héraðsins. í Pied-
mont er ræktað grænmeti í háum
gæðaflokki, ávextír og þar eru gerðir
úrvalsostar.
Rauðvínin frá Piedmont eru matar-
mikil og kröftug. Á árum áður var sagt
um þessi öflugu vín að þau væru ‘il vino che e pane’ (vínið sem
er brauð). Þekktasta og ástsælasta vín Piedmont er Barolo.
Þetta stóra vín er pressað úr Nibbioloþrúgunni. Barolovínið er
firnakröftugt, þurrt og þarf nokkurn tíma tíl að þroskast og
mýkjast. Barolo er margbrotíð vín og áfengt, rúm 13%. Það er
frábært matarvín, gott kjötvín og frábært með villibráð. Annað
yndislegt vín frá Piedmont er Barbarsco, - sérstakt vín en þægi-
legt, ekki ósvipað Barolo, en mýkra og ögn léttara. Þekktasta
vín héraðsins er hins vegar vín sem Islendingar þekkja vel,
freyðivínið Astí Spumante, sem framleitt er úr Moscato þrúg-
unni. Á síðari árum hafa komið nokkrar áhugaverðar hvítvins-
tegundir frá Piedmont en það er samt sem áður rauðvínið
mikilfenglega sem er áhugaverðast.
/ /
A Italíu er framleitt óhemjumagn
af lélegu víni. En þar eru einnig
framleiddar sumar af stórkostleg-
ustu víntegundum heimsins. Þær
áhugaverðustu koma frá Toskana
og Piedmont
Eftír Sigmar B. Hauksson
86