Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 90
Halldóra Katla Guðmundsdóttir, markaðsstjóri hjá Lýsingu: „Eg fór á Dale Carnegie námskeið sl. vor eftir að ein vinkona min
var búin að sannfæra mig um að þetta væri frábært námskeið, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum." Mynd: Geir Ólafsson
Halldóra Katla Guðmundsdótlir,
markaðsstjóri hjá Lýsingu
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur
Halldóra Katla Guðmundsdóttir
hefur starfað í þrjú ár sem markaðs-
stjóri hjá Ijármögnunariyrirtækinu
Lýsingu en vann þar á undan hjá hugbún-
aðaríyrirtækinu HSC.
„Lýsing er leiðandi í ijármögnun
atvinnutækja á Islandi og ört stækkandi í
fjármögnum einkabíla,“ segir Halldóra.
„Fyrirtækið er skilgreint sem þjónustu-
íýrirtæki sem leggur mikið upp úr því að
veita framúrskarandi þjónustu og hafa
þjónustukannanir meðal viðskiptavina
okkar komið vel út. Þessa dagana erum
við að innleiða þjónustustefnu í iýrir-
tækið en hún mun endurspegla þarfir og
væntingar viðskiptavina okkar sem áttu
stóran þátt í mótun stefnunnar ásamt
samstarfsaðilum Lýsingar, sem eru véla-
og bílaumboðin.“
Starf markaðsstjórans er annasamt
en Halldóra segir starfsanda mjög
góðan hjá Lýsingu og vel hugsað um að
starfsfólki líði vel.
„Þetta er alveg frábær vinnustaður og
gott að vera hér,“ segir hún. ,Áður en ég
hóf störf hjá Lýsingu, vann ég við bók-
hald og markaðstengd störf hjá HSC
(Hospitality Solution Center). Eg hef
einnig unnið við nokkrar útgáfur af Tri-
vial Pursuit við að þýða og semja spurn-
ingar en það er gríðarlega mikil vinna.
Sumarfríið í fyrra fór t.d. að mestu í
þessa vinnu, en ég bætti mér það upp
núna í sumar og átti langt og gott
sumarfrí!"
Halldóra útskrifaðist með B.Sc. gráðu
í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla
íslands árið 2000 og segir hún námið
hafa verið mjög hagnýtt og skemmtilegt.
„Síðan stefni ég á meistaranám í
mannauðsstjórnun næsta haust. Þetta
fag hefur lengi heillað mig og ég hlakka
til að seijast aftur á skólabekk.
Eg fór á Dale Carnegie námskeið sl.
vor eftir að ein vinkona mín var búin að
sannfæra mig um að þetta væri frábært
námskeið, og ég varð ekki týrir vonbrigð-
um. Það er að nýtast mér rosalega vel og
núna er ég á öðru 12 vikna námskeiði, en
í þetta skiptið sem aðstoðarmaður. Það er
mjög skemmtilegt og gefandi að vera í
aðstoðarmannshlutverkinu og frábært
að iylgjast með árangri þátttakendanna."
Helsta líkamsrækt Halldóru er að nota
Orbitrek tæki sem hún keypti fýrir
nokkrum árum í Sjónvarpsmarkaðnum.
„Ég fer á Orbitrekið nánast daglega og
horfi á sjónvarpið á meðan,“ segir hún.
„Þar iýrir utan fer ég í skvass einu sinni í
viku með einni sem vinnur með mér. Ég
hef líka mjög gaman af því að fara út að
hjóla með 8 ára dóttur minni og förum þá
oft niður að Tjörn og hjólum um mið-
bæinn, en við búum í Vesturbænum."
Af áhugamálum segir Halldóra að
innanhússhönnun sé ofarlega á blaði.
„Ég skráði mig í skóla í Englandi í fyrra,
og er í fjarnámi í innanhússhönnun. En
ég lít meira á þetta sem hobbý og stefni
ekki endilega á það að útskrifast þaðan,
en mér finnst rosalega gaman að skoða
bækur og blöð í faginu og fá góðar hug-
myndir. Síðan er ég með frábæra hug-
mynd að vef tengdum innanhússhönnun
sem ég er búin að hanna, en ég þarf bara
að finna tíma til að vinna í honum.
Svo er ég alltaf með góða bók á nátt-
borðinu, en núna er ég að klára Alkemist-
ann. Frábær bók!“S!]
90