Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 20
FORSÍÐUGREIN: UPPÞOT í VIÐSKIPTALÍFINU
ÚTTEKT ÁVERKUM SIGURÐAR
Stækkun Kaupþings
undir stjórn Sigurðar
Eigið féð hefur 71-faldast í hans tíð og stærð efiiahagsreiknings 220-faldast.
Bankinn er 10. stærsti bankinn á Norðurlöndum.
að er vægt til orða tekið að segja að Sigurður
Einarsson hafi verið á milli tannanna á fólki
eftir hina háu kaupréttarsamninga sem hann
og Hreiðar Már gerðu og drógu síðan til baka. En
mitt í allri rimmunni um hina umdeildu kaupréttar-
samninga er ekki úr vegi að rifja upp stækkun Kaup-
þings undir stjórn Sigurðar og hvernig hann hefur
unnið fyrir hluthafa bankans. En hugsun hagfræð-
innar á bak við kaupréttarsamninga stjórnenda er sú
að hagsmunir lykilstarfsmanna fari saman við hags-
muni hluthafa; þ.e. að stjórnendur nái árangri í rekstri og
vexti fyrirtækja til að stuðla að hækkun á hlutabréfaverði,
öllum hluthöfum til hagsbóta.
Það þarf ekki mörg orð um stækkun Kaupþings undir
sþórn Sigurðar sem tók við forstjórastarfi fyrirtækisins árið
1996. Fyrirtækið hefur vaxið ótrúlega undir hans stjórn og
ekki verður það frá honum tekið að hann hefur búið til mikil
verðmæti fyrir hluthafana.
I tíð Sigurðar hefur Kaupþing vaxið ört og var
síðasta stóra stökkið í þeim efnum sameiningin við
Búnaðarbankann sl. vor. Frá því hann tók við stjórnar-
taumunum hefur eigið fé Kaupþings 71-faldast og
stærð efnahagsreikningsins 220-faldast. Kaupþing var
um 370 milljóna króna virði árið 1996, en nú er
markaðsverð Kaupþings Búnaðarþanka í Kauphöllinni
tæpir 90 milljarðar. Bankinn er stærsti banki íslands-
sögunnar og 10. stærsti banki á Norðurlöndum.
Hreiðar Már Sigurðsson, annar tveggja forstjóra
Kaupþings Búnaðarbanka, var komin í stjórnunar-
stöðu hjá Kaupþingi árið 1996 og hefur unnið náið
með Sigurði allan tímann.
Þegar hluthafar í Kaupþingi
meta verk Sigurðar á sl. átta árum
líta þeir örugglega á hinn mikla
vöxt félagsins, samrunann við
Búnaðarbankann sl. sumar og útrás
félagsins, sem er með starfsemi í tíu
löndum, sem nokkur af best
heppnuðu verkefnum hans. Fyrir-
tækið hefur margfaldast undir hans
stjórn. Það hefur komið að fjölda
skráninga fyrirtækja í Kauphöll Islands sem og að afskrán-
ingum í seinni tíð. Fyrirtækið var fyrst íslenskra fyrirtækja
skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi í byrjun þessa árs. Þá hefur
fyrirtækið komið að útrás fyrirtækja eins og Össurar, Bakka-
varar, Baugs, Pharmaco, Medcare Flögu og SIF, auk þess
sem það hefur aðstoðað einstaklinga við kaup á fyrirtækjum
erlendis. Kaupþing er með 450 starfsmenn erlendis. Þótt fáir
mánuðir séu liðnir frá sameiningu
Kaupþings Búnaðarbanka hafa for-
ráðamenn bankans haldið því fram í
viðtölum að hagkvæmni stærðar
bankans sé að koma fram á ýmsum
sviðum, m.a. í lægsta vaxtamun bank-
anna og að í tvígang hafi hann verið
leiðandi í vaxtalækkunum og í annað
skiptið án þess að Seðlabankinn hafi
lækkað stýrivexti.
Það sem Sigurður hefur helst
verið gagnrýndur fyrir sem forstjóri
Kaupþings er hve hratt hann hefur
leikið alla leiki og mörgum finnst
Fyrirtækið hefiir vaxið
ótrúlega undir hans
stjórn og ekki verður
frá honum tekið að
hann heiur búið til
mikil verðmæti fyrir
hluthafana.
Efdrfarandi fyrirtæki
hafa stækkað
erlendis með aðstoð
Kaupþings:
Baugur
Össur
Bakkavör
Pharmaco
Medcare Flaga
SÍF
20