Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 62

Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 62
VERÐLAUNAHERTERÐ FRAMSÓICNARFLOIŒSINS Nýtt andlit Framsóknar skilaði miklum varnarsigri „Með djúpt hugsaðri tilfærslu á ímynd flokksins skilaði markaðssamskiptaherferð hans tilætluðum árangri, auknu fylgi meðal kvenna og yngra fólks, ásamt góðri samningsstöðu og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólnum," segir í rökstuðningi dómnefndar. Texti: Haukur L. Hauksson Framsóknarflokkurinn og auglýsingastofan Hér&Nú hlutu á dögunum fyrstu verðlaun í Effie-verðlaunasamkeppninni í flokki þjónustu fyrir auglýsingaherferð flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þetta var í fyrsta sinn sem Effie-verð- launin eru veitt hér á landi en þau hafa verið veitt í Bandaríkj- unum frá 1968. Verðlaunin voru m.a. rökstudd með þeim orðum að í kosningunum hefði Framsókn unnið stórkostlegan varnarsigur við erfiðar aðstæður: „Með djúpt hugsaðri tflfærslu á ímynd flokksins skilaði markaðssamskiptaherferð hans tilætl- uðum árangri, auknu fylgi meðal kvenna og yngra fólks, ásamt góðri samningsstöðu og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráð- herrastólnum.“ Að auglýsingaherferðinni vann teymi frá Hér&Nú, Saga film og Framsóknarflokknum. Auglýsingaherferðin byijaði um átta vikum fyrir kosningar eða í lok mars. Þá mældist fylgi Fram- sóknarflokksins á bilinu 9 til 14 prósent, var að sveiflast ein- hvers staðar yfir 10 prósenta markinu í flestum könnunum. Miðað við kjörfylgi upp á 18,4 prósent í kosningunum í maí 1999 var ljóst að á brattann var að sækja fyrir flokkinn. Niður- staðan varð hins vegar sú að Framsókn hélt nánast kjörfylgi sínu, hlaut 17,7 prósent atkvæða í maí síðastliðnum. Kaupir ekki úrslit Þessi árangur Framsóknar hefur vakið spurningar um hvort hægt sé að vinna hylli kjósenda með því einfaldlega að fara í úthugsaða auglýsingaherferð. Eða - hvort hægt sé að „kaupa“ atkvæði kjósenda. Ingvi Jökull Logason, markaðssamskiptafræðingur og einn eigenda auglýsingastofunnar Hér&Nú, segir að þó niðurstaðan af samstarfinu við Framsóknarflokkinn sé afar ánægjuleg og jákvæð sé fráleitt hægt að álykta sem svo að auglýsingar einar og sér geti aflað atkvæða í kosningabaráttu. „Það er ekki hægt að snúa kosningabaráttu sér í hag ef maður hefur ekki nógu góð mál á sinni stefnuskrá. Það er ekki hægt að kaupa úrslitkosninga. Kjósendur eru einfaldlega engir kjánar. Auglýsingar eru hjálpartæki til að koma stefnumálum á framfæri. Framsókn var ekki að kasta neinum sprengjum inn í kosningabaráttuna heldur sýndi á sér nýtt andlit. Það var mat okkar að hin raunverulega ímynd flokksins hefði ekki komið fram í viðtölum og fréttum þar sem menn höfðu gjarnan farið í varnarstöðu og spennt sig upp. Við vildum að kjósendur sæju hina raunverulegu mynd af flokknum, yngri og ferskari flokk. Og það virðist hafa tekist,“ segir Ingvi Jökull. Þessa nýju ímynd sáu kjósendur meðal annars í brosmildum og léttari Halldóri Ásgrímssyni. Auk þess að hafa jákvæð áhrif í sjálfu sér spunnust um þessa ímynd nokkrar umræður sem aftur höfðu jákvæð áhrif. Að Standa undir væntingum En hvaða lögmál gilda þá í svona herferð? „Þetta byggir á því að frambjóðendur standi undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra í svona auglýsinga- herferð. Auglýsingar búa til væntingar og það er þeirra að standa undir þeim,“ segir Ingvi Jökull. Hann segir að þetta sé eins með vörur. Auglýsingar skapi væntingar gagnvart vöru og ef varan stenst ekki þær vænt- ingar verði hún ekki keypt aftur. Ingvi Jökull bendir á að mál sem Framsókn- arflokkurinn stóð fyrir og setti í fókus hafi Fylgi Framsóknarflokksins - í könnunum Félagsuísindastofnunar fyrir Mbl. 18^5. 13,5 14£* ^ * ' 11 7 Auglýsingaherferð hófst 16/2 15/3 12/4 1/5 9/5 Fylgi Framsóknarflokksins - í könnunum Félags- vísindastofnunar fyrir Mbl. Úrslit alþingskosninganna 2003 33,7 F N S T U Úrslit alþingskosninganna 2003. 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.