Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 71

Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 71
ímyndað sér að hægt sé að fagna fæðingu frelsarans án þess að kýla vambirnar af hangikjöti, hamborgarhrygg eða rjúpu. AI nógu er að taka Sannleikurinn er sá að jurtaneytendur borða mikið til það sama á jólunum og annað fólk'. Þó að rjúpan, hangikjötið og hryggurinn hafi verið strikuð út af matseðlinum er rauðkálið, brúnuðu kartöflurnar, Waldorf salatið, laufabrauðið, möndlugrauturinn, maltið og appel- sínið enn á sínurn stað. Þar við bætast hugsanlega jurta- hleifar og hnetusteikur, forréttir á borð við ofnbakað græn- meti með fyllingu eða jurtapaté, sósur í öllum regnbogans litum, súpur, kökur, ávextir, sojabúðingar og þannig mætti lengi telja. Möguleikarnir eru nánast ótæmandi þó að við sem höfnum alfarið öllum dýraafurðum (e. vegans) eigum vissulega ekki um jafnauðugan garð að gresja og jurtaneyt- endur sem einnig neyfa eggja og/eða mjólkurafurða. Gott mótvægi við Óhollustuna Á meðan hluti landsmanna sér ekki fram á að geta haldið gleðileg jól næstu þrjú árin sökum rjúpnaleysis láta jurtaneytendur slíkt og þvíllkt ekki spilla jólagleðinni. Þvert á móti fögnurn við mörg hver kær- kominni og löngu tímabærri friðun rjúpunnar þó að hún hefði að ósekju mátt vara lengur en aðeins í þrjú ár. Jafnframt hvetjum við alla, sem sakna rjúpunnar af matseðlinum, til að bregða út af vananum um þessi jól og prófa eitthvað nýtt. I því sambandi er margt vitlausara en að útbúa hátíðarmat úr jurta- fæði, ekki síst þar sem það er í senn léttur og heilsusamlegur kostur og því gott mótvægi við alla óhollustuna sem fólk inn- byrðir yfir hátíðirnar. Þá býður jurtafæði enn fremur upp á ótal möguleika í matreiðslu og er leikur einn að galdra úr því girnilega og gómsæta veislurétti ef viljinn er fyrir hendi. Til að aðstoða þá sem langar til að halda „græn jól“ í ár hyggjast nýstofnuð samtök fólks sem lifir á jurtafæði koma upp sérstökum uppskriftabanka á vefsvæði sínu www. vegetarianiceland.tk þar sem nálgast má ýmsar uppskriftir að jólaréttum úr jurtaríkinu. Þar verður að finna jafnt uppskriftir að forréttum og meðlæti sem aðalrétti og eftirrétti. Til að gefa lesendum forsmekkinn að því sem koma skal læt ég að lokum fylgja með uppskrift að forláta hnetusteik en hún er einmitt ágætt dæmi um hefðbundinn jólamat jurtaneytenda. B5 Hnetuhleifun í jólamatinn Það vilja ekki allir kjöt á jólunum og stundum getur verið erfitt að finna eitthvað sem er einfalt í tilbúningi og getur gengið vel með meðlætinu sem hinir borða með kjötinu. Fyrir mörgum árum fékk ég senda uppskrift að hnetu- hleif og hef allar götur síðan haft hann í jólamatinn. Upprunalega uppskrifdn er löngu týnd og hnetuhleifurinn aldrei eins tvö jól í röð. Það gerir ekkert til því hann smakkast alltaf vel og lyrir þá sem vilja breyta til, borða öðruvísi jólamat, er hér e.k. uppskrift. 1 pakki Findus smjördeig 6 dl soðin hrísgijón 1 paprika 2-3 sellerístilkai' 1 laukur 2 hvítlauksrif 1/2 ds sveppir 4 ds tómatpuré (litlar) 2-3 gulrætur 5 msk kartöflumjöl 1 bolli haframjöl 1 pk rifnar heslihnetur 2 grænmetisteningar rósmarín pipar • Setjið gulrætur, papriku (hreinsið fýrst fræin úr), sveppina án vökvans, laukinn og sellerí í matvinnsluvél og saxið vel. • Steikið létt á pönnu með ofurlítilli olíu ef vill. Rétt að mýkja. • Blandið saman við hrísgijónin. Setjið tómatpuré, haframjöl og kartöflumjöl saman við ásamt grænmetisten- ingum, rósmarín og pipar og hrærið saman. Þetta má gera daginn áður ef vill og geyma í ísskáp. • Fletjið smjördeigið út og leggið innan í brauðform. Mokið hrærunni í og lokið smjördeiginu vel. Setjið í ofn sem hitaður hefur verið í 200 gráður á celsíus. Þegar hleifurinn hefur verið inni í um það bil 15 mín., er hann tekinn út og honum hvolft á plötu og bakað áfram í um 40 mínútur eða þar til deigið er orðið gullið á lit. B5 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.