Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 108
Ostabúðin Skólavörðustíg:
Frumlegir forréttir
Sérvaldir erlendir og íslenskir ostar sitja
sællega í borði og bíða þess að svangir
viðskiptavinir grípi þá með sér og í neðri
búðinni er lítill hádegisstallur þar sem hægt er að
fá sitt lítið af hverju matarkyns.
„Okkar sérstaða er fyrst og fremst forrétta-
borðið þar sem við bjóðum 12-15 tegundir forrétta
í desember," segir Jóhann Jónsson, eigandi Osta-
búðarinnar. „Við erum þar með reykta gæsa-
bringu, laxatartar, villibráðarpaté, gæsalæraconfi, tvær
tegundir af hráskinku frá Italíu og nokkrar tegundir af
Salami. Þar fyrir utan er talsverð breidd í ijómaostum."
Öðruvísi jólahlaðborð Jóhann segir forréttaborðið gera
mögulegt að vera með öðruvlsi jólahlaðborð, forréttaveislu í
stað hefðbundins jólahlaðborðs. „Það er gaman að bjóða upp
á svona nokkuð og hafa ýmiss konar osta með,“ segir hann.
„Avextir fara vel með ostunum og þetta gefur skemmtilega
blöndu og hæfilega þunga máltíð."
Þetta hljómar freistandi og Jóhann samþykkir að ljóstra
108
Neðarlega á Skóla-
vörðustígnum er Osta-
búðin þar sem fallegt
forréttaborð og frábærir
ostar freista þeirra sem
leið eiga um.
upp leyndarmálinu við gerð laxatartar en
það er svona: Reyktur og ferskur lax,
rauðlaukur, ólífur, hvítlauksolía, graskers-
fræ og parmesan. Þetta er grófsaxað
saman og sett ofan á brauð sem ristað
hefur verið upp úr ólífuolíu og með því sett
grænt klettasalat. Frábær réttur!
Engar rjúpur í ár Jóhann segist alltaf
hafa verið með rjúpur í jólamatinn en nú verði því ekki fyrir
að fara og í staðinn verði hann með hamborgarhrygg.
„Eg ætla að matreiða hann á einhvern óvanalegan máta til
tílbreytingar," segir hann. „Til dæmis nota balsamedik, en
það er alveg frábært með kjöti. Svo er eftirréttur sem gaman
væri að gera en hann er úr mygluosti, t.d. bláum og hvítum
frönskum osti, sem er við alveg hárrétt þroskastíg. Það á að
setja sneið af honum á grillað brauð og hella yfir sólblóma-
hunangi sem ekki er alveg dísætt og dreifa grófsöxuðum val-
hnetum ofan á. Þetta er svo hitað í um fimm mínútur í 120
gráðu heitum ofni, svona rétt til að velgja þaðASH
Mikið úrval af osta- og sælkerakörfum. Jóhann Jónsson, annar eigenda Ostabúðarinnar, með fallega körfu.
I