Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 80

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 80
Jón Erlendsson, framkvæmdastjóri Zo-on, við jakka frá fyrirtækinu. Mynd: Geir Ólafsson Zo-on er fslenskt vörumerki Margir kannast við vörumerkið Zo-on og halda að þar sé erlend framleiðsla á ferð. Svo er ekki. Þetta er ekta íslenskur útivistarfatnaður. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Zo-on fatnaðurinn er íslenskur skíða- og brettafatnaður, golffatnaður og síðast en ekki síst - útivistarfatnaður. Fyrirtækið Sportey, sem á og rekur Zo-on, var stofnað fyrir tæpum níu árum og byrjaði með þrjú vörumerki í fram- leiðslu. Nú hafa vörumerkin verið sameinuð í eitt, Zo-on. Hönnunin var í upphafi finnsk enda Finnar ákaflega framar- lega í allri hönnun en nú er megnið af framleiðslunni íslensk hönnun þó að eitthvað sé ennþá hannað í Finnlandi. Aðal- markaður Zo-on er Island en fyrirtækið er einnig nýlega farið að selja vörur sínar í Þýskalandi og Frakklandi, sem eru stærstu markaðirnir fyrir utan heimamarkaðinn, auk Austurríkis, Sviss, Belgíu, Hollands, Dan- merkur, Grænlands og Tékklands. Stórar pantanir bara smápantanir Zo-on er í eigu Magnúsar Arnasonar, tjárfestis og heildsala, auk að minnsta kosti átta annarra, þar á meðal erlendra aðila. Framkvæmdastjóri er Jón Erlendsson en starfsmennirnir eru samtals 5-6. Heildarvelta Zo-on var um 130-140 milljónir króna árið 2003, þar af voru um 70% á heimamarkaði, og hefur fýrirtækið ýmist sýnt hagnað eða tap. Jón segir að það hafi verið á sléttu á síðasta ári og sýni hagnað á þessu ári. Á næsta ári telur hann að erlendi markaðurinn verði stærri en sá íslenski. Stórar pantanir eru byrjaðar að berast að utan, sér- staklega frá Þýskalandi og Frakklandi, og þessar pantanir eru „smápantanir" lýrir erlendu fýrirtækin þó stórar séu fyrir það íslenska. Þannig hefur Zo-on fengið pöntun frá sportvörukeðjunni Sport 2000 í Þýskalandi en hún hefur 1.100 búðir innan sinna vébanda. Keðjan er einnig í öðrum Evrópulöndum en verslanirnar þar starfa sjálfstætt svo að Zo-on fatnaðurinn fer ekki sjálfvirkt þar í sölu. Jón telur að um 28-29 þúsund flíkur frá Zo-on verði seldar á íslandi í ár. „Okkur hefur legið á að komast á erlendan markað því að ekki er gott að vera of háður íslenska markaðnum. Hér eru tvær keðjur ráðandi, Baugur og Kaupás,“ segir hann. Tengt íslandi í markaðssetningu Zo on fatnaðurinn hefur náð sterkri stöðu á íslandi. Mörg skíðafélög hafa keypt Zo-on skíðafatnað í stórum stíl, öll golflandslið á íslandi leika í Zo-on fatnaði þar sem Zo-on og Golfsamband íslands hafa gert sam- starfssamning sín á milli. Þá er útivistarfatnaður fýrirtækisins mjög sterkur í samkeppninni að mati Jóns. Fyrirtækið kemur með 120 nýjar vörulínur á ári sem er bæði fatnaður fyrir sumar og vetur. Meðal annars er von á flíslínu á næsta ári. Hann bendir á að samkeppnin sé mjög hörð, sérstaklega við inn- fluttu merkin. Sama gildi á erlendum markaði. Zo-on hafi því fjárfest fýrir tugi milljóna í markaðssetningu erlendis, bæði sýningum og kynningarefni af ýmsu tagi. Zo-on fatnaðurinn er stíft tengdur Islandi í markaðssetningunni: „If it makes it in Iceland, it makes it anywhere," segir í bæklingunum. Zo-on fatnaðurinn er fyrst og fremst framleiddur í fimm verk- smiðjum í Kína en einnig í Pakistan, Indlandi og Tyrklandi. 33 Zo-on fatnaðurinn er stíft tengdur Islandi í markaðssetningu fyrir- tækisins: „If it makes it in Iceland, it makes it anywhere," segir í bæklingum fyrirtækisins. 80

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.