Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.07.2004, Qupperneq 80
Jón Erlendsson, framkvæmdastjóri Zo-on, við jakka frá fyrirtækinu. Mynd: Geir Ólafsson Zo-on er fslenskt vörumerki Margir kannast við vörumerkið Zo-on og halda að þar sé erlend framleiðsla á ferð. Svo er ekki. Þetta er ekta íslenskur útivistarfatnaður. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Zo-on fatnaðurinn er íslenskur skíða- og brettafatnaður, golffatnaður og síðast en ekki síst - útivistarfatnaður. Fyrirtækið Sportey, sem á og rekur Zo-on, var stofnað fyrir tæpum níu árum og byrjaði með þrjú vörumerki í fram- leiðslu. Nú hafa vörumerkin verið sameinuð í eitt, Zo-on. Hönnunin var í upphafi finnsk enda Finnar ákaflega framar- lega í allri hönnun en nú er megnið af framleiðslunni íslensk hönnun þó að eitthvað sé ennþá hannað í Finnlandi. Aðal- markaður Zo-on er Island en fyrirtækið er einnig nýlega farið að selja vörur sínar í Þýskalandi og Frakklandi, sem eru stærstu markaðirnir fyrir utan heimamarkaðinn, auk Austurríkis, Sviss, Belgíu, Hollands, Dan- merkur, Grænlands og Tékklands. Stórar pantanir bara smápantanir Zo-on er í eigu Magnúsar Arnasonar, tjárfestis og heildsala, auk að minnsta kosti átta annarra, þar á meðal erlendra aðila. Framkvæmdastjóri er Jón Erlendsson en starfsmennirnir eru samtals 5-6. Heildarvelta Zo-on var um 130-140 milljónir króna árið 2003, þar af voru um 70% á heimamarkaði, og hefur fýrirtækið ýmist sýnt hagnað eða tap. Jón segir að það hafi verið á sléttu á síðasta ári og sýni hagnað á þessu ári. Á næsta ári telur hann að erlendi markaðurinn verði stærri en sá íslenski. Stórar pantanir eru byrjaðar að berast að utan, sér- staklega frá Þýskalandi og Frakklandi, og þessar pantanir eru „smápantanir" lýrir erlendu fýrirtækin þó stórar séu fyrir það íslenska. Þannig hefur Zo-on fengið pöntun frá sportvörukeðjunni Sport 2000 í Þýskalandi en hún hefur 1.100 búðir innan sinna vébanda. Keðjan er einnig í öðrum Evrópulöndum en verslanirnar þar starfa sjálfstætt svo að Zo-on fatnaðurinn fer ekki sjálfvirkt þar í sölu. Jón telur að um 28-29 þúsund flíkur frá Zo-on verði seldar á íslandi í ár. „Okkur hefur legið á að komast á erlendan markað því að ekki er gott að vera of háður íslenska markaðnum. Hér eru tvær keðjur ráðandi, Baugur og Kaupás,“ segir hann. Tengt íslandi í markaðssetningu Zo on fatnaðurinn hefur náð sterkri stöðu á íslandi. Mörg skíðafélög hafa keypt Zo-on skíðafatnað í stórum stíl, öll golflandslið á íslandi leika í Zo-on fatnaði þar sem Zo-on og Golfsamband íslands hafa gert sam- starfssamning sín á milli. Þá er útivistarfatnaður fýrirtækisins mjög sterkur í samkeppninni að mati Jóns. Fyrirtækið kemur með 120 nýjar vörulínur á ári sem er bæði fatnaður fyrir sumar og vetur. Meðal annars er von á flíslínu á næsta ári. Hann bendir á að samkeppnin sé mjög hörð, sérstaklega við inn- fluttu merkin. Sama gildi á erlendum markaði. Zo-on hafi því fjárfest fýrir tugi milljóna í markaðssetningu erlendis, bæði sýningum og kynningarefni af ýmsu tagi. Zo-on fatnaðurinn er stíft tengdur Islandi í markaðssetningunni: „If it makes it in Iceland, it makes it anywhere," segir í bæklingunum. Zo-on fatnaðurinn er fyrst og fremst framleiddur í fimm verk- smiðjum í Kína en einnig í Pakistan, Indlandi og Tyrklandi. 33 Zo-on fatnaðurinn er stíft tengdur Islandi í markaðssetningu fyrir- tækisins: „If it makes it in Iceland, it makes it anywhere," segir í bæklingum fyrirtækisins. 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.