Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Síða 89

Frjáls verslun - 01.07.2004, Síða 89
STJQRNUN Greinarhöfundur, Herdís Pála Pálsdóttir, er sérfræðingur í starfsmannaþjónustu íslandsbanka. starfsfólk sitt til að auka ijölmenningarhæfni sína. Jafnvel að vera með eitthvað á vinnustaðnum sem minnir starfsfólk á að meta alla einstaklinga jafnt sem manneskjur, til dæmis að gefa öllum boli eða barmmerki með einhverri mynd eða merki sem minnir á ijölmenningu og styrkleika hennar. Breytt hugarfar er það sem þarf. Þetta nýtist bæði í samskiptum innan fyrirtækis og utan þess því viðskiptavinirnir eru heldur ekki allir eins. Hver er ávinningur af auknum fjölbreytileika? ólíkur starfs mannahópur leiðir mjög oft af sér aukna nýsköpun og tjöl- breyttari hugmyndir og nýjungar. Eigendur og stjórnendur ættu að gera sér þetta ljóst og vinna markvisst út frá því. Hin hliðin á teningnum er að vísu sú að ijölbreytilegur starfsmannahópur getur leitt til örari mannabreytinga (hærri starfsmannaveltu) og aukinna árekstra á vinnustaðnum. En vinna má gegn því með þjálfun fólks í að starfa í ólíkum hópum og hvernig taka beri á árekstrum sem kunna að koma upp. Ef stjórnendur fýrirtækja bregðast ekki við kröfu sam- félagsins í þessum efnum munu fyrirtæki þeirra líða fyrir það með einum eða öðrum hætti. Til dæmis getur þetta þýtt minni viðskipti við ákveðna hópa í samfélaginu. Auk þess sem ímynd fyrirtækjanna getur skaðast. Það getur verið mjög dýrkeypt ef fyrirtæki láta hæfileika og framlag starfsfólks fram hjá sér fara. Ef við ættum öll að vera eins hefðum við sjálfsagt verið sköpuð eins en þá væri heimur- inn líka frekar einsleitur. Það er aðdáunarvert þegar fólk hefur hugrekki til að bijótast úr viðjum vanans og taka áhættu með nýjum hug- myndum og aðferðum. En það sorglega er að stundum vinnur menning fyrirtækja gegn slíkri hegðun og þetta getur jafnvel spillt fyrir möguleikum þessa fólks á frama innan fyrir- tækisins - þótt hugmyndirnar og aðferðirnar kunni að vera fyrirtækinu til góðs. Það er einu sinni svo að mörgæsir er sjaldnast hrifnar af því að fá páfugl í hópinn og vill gjarnan breyta honum eða fá hann til að líkjast þeim. Áhrif fjölmenningar á ímynd vinnustaða Þó að ekki hafi verið nákvæmlega mælt hveiju ijölmenning í fyrirtækjum skilar í krónum og aurum þá eru flestir sammála um að hún skilar sér í bættri ímynd og hafi þannig íjárhagslegan ávinning. Ýmsar markaðsrannsóknir benda á að kaupmáttur kvenna og ýmissa minnihlutahópa fari vaxandi og þau fyrirtæki, sem höfða til þessara hópa, eru líklegri til að ná stærri hluta við- skipta þeirra. Stjórnendur eru ekki alltaf nægjanlega meðvitaðir um sýn almennings eða hins almenna starfsmanns á fyrirtækið og hvernig það stendur sig í að gefa öllum tækifæri innan þess. Gott væri að mæla sýn mismunandi hópa á tækifæri sem bjóðast innan fyrirtækisins. Það segir til um stöðuna eins og hún raunverulega er og gefur stjórnendum ábendingar til að vinna út frá. Leiðir skortur á fjölmenningu til málaferla? Þó að á íslandi sé ekki mikil hefð fyrir málaferlum á hendur fyrirtækjum sem mismuna hópum samfélagsins, eins og þekkist erlendis, þá er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Mikil umræða hefur til dæmis verið upp á síðkastið um stöðu kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja og á ráðstefnu sem haldin var fyrr í sumar, og bar yfirskriftina „Yöld til kvenna“, voru uppi raddir um að konur færðu við- skipti sín frá eða sniðgengju þau fyrirtæki sem nýta ekki hæfi- leika kvenna sem skyldi. Það gæti nú kostað sitt og kannski ráð að byrgja brunninn strax. Reglulega heyrir maður eða les um erlend fyrirtæki sem standa í málaferlum eða öðrum óþægindum vegna þess að þau hafa, eða eru talin hafa, brotið á minnihlutahópum. Er þetta eitthvað sem við munum sjá á íslenskum vinnumarkaði í nánustu framtíð þegar íslenskt þjóðfélag er að breytast, t.d. vegna aukinnar ijölmenningar sem orðið hefur á síðustu árum með flutningi margra ólíkra útlendinga til landsins? Að lOkum Þeir vinnustaðir sem vilja skara fram úr í sam- keppni ættu að íhuga hvort þeir eru of fastir í því að gera hlut- ina eins og þeir hafa alltaf gert þá - og hvort þeir séu hugsan- lega ekki að nýta sem best hæfileika starfsmanna sinna; sem vonandi er fjölbreytilegur hópur. 33 Greinarhöfundur, Herdís Pála, er sérfrœðingur í starfsmanna- þjónustu íslandsbanka og áhugamanneskja um að nýta hæfi- leika hvers einstaklings eins og hann er. 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.