Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 10
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ESSO, sýnir Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra og Knúti G. Haukssyni,
forstjóra Samskipa, repjufræ, en jurtaolían, sem notuð er til að blanda í dísilolíu og búa þannig til biodísil, er m.a. unnin úr þeim.
Minni mengun
Olíufélagið ESSO hefur
hafið innflutning á líf-
rænni og vistvænni dísil-
olíu - biodísil og var Sigríði
ÖnnuÞórðardóttur.umhverfis-
ráðherra, afhent flaska af elds-
neytinu umhverfisvæna við
athöfn í Fjölskyldu- og húsa-
dýragarðinum í byijun októ-
ber. Notkun biodísils er þegar
hafin hjá Landflutningum-Sam-
skipum og lofar góðu. Notkun
þess dregur úr koltvísýringi
og rykmengun í útblæstri
bíla um allt að fimmtung og
stuðlar þannig að því að bæta
umhverfið og andrúmsloftíð.
„Við settum fram nýja
umhverfisstefnu fyrir
nokkrum árum. I henni segir
m.a. að við ætlum að vinna að
því að skapa valkosti í elds-
neytismálum hvað varðar
þróun og sölu á umhverfis-
vænum orkugjöfum. Við
höfum verið að velta fyrir
okkur hvernig við ættum að
uppfýlla þessa yfirlýsingu og
höfum m.a. gert það með
því að taka þátt í metangas-
verkefninu með Sorpu. Við
höfum líka fylgst með vetn-
inu en aðgangur almennings
að vetni sem orkugjafa er
nokkuð langt inni í framtíð-
inni. Það er hins vegar þegar
komin á markað í löndunum í
kringum okkur dísilolía sem
er lífrænt ræktuð, aðgengileg
og til notkunar íyrir almenn-
ing,“ segir Guðjón Auðuns-
son, framkvæmdastjóri fyiir-
tækjasviðs hjá Olíufélaginu.
„Þessi olía er unnin úr
repjufræjum og sólblómum
og ræktuð á ökrum nágranna-
löndum okkur. Þetta er því
endurnýjanleg orka og er
Guðjón Auðunsson, framkvæmdastjóri hjá Olíufélaginu.
„Þessi olía er unnin úr repjufræjum og sólblómum og ræktuð
á ökrum í nágrannalöndum okkar.“
IVIynd: Geir Ólafsson
notkun þessarar olíu þegar
búin að ná verulegri útbreiðslu.
Aflar rannsóknir sýna að með
því að blanda bioeldsneyti
saman við hefðbundna dísil-
olíu, td. í 5% á móti 95%, þá
dregur úr útblæstri eiturefna
um aflt að 20%. Biodísilolían er
því ekki notuð sem hreint elds-
neyti heldur er henni blandað
saman við hefðbundna dísil-
oflu. Það myndast mun minna
af krabbameinsvaldandi
efnum og dregur úr útblæstri
eiturefna auk þess sem vél-
amar verða betur smurðar.“Sl]
„Elegant“ hádegisverður
Fundir, móttökur
og veisluþjónusta.
Sími: 551 0100
Fax: 551 0035
Jómfrúin
smurbrauðsveitingahús • Lækjargata 4
Jakob Jakobsson sm0rrebr0dsjomfru
ATH!
Leigjum út salinn fyrir fundi og
einkasamkvæmi eftir kl. 18.00.
10