Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 24
af því yfir áhuga okkar á Búnaðarbankanum. Við fórum ítarlega í gegnum þau gögn og kynntum okkar hugmyndir fyrir Einkavæð- ingamefnd sem valdi okkur til frekari við- ræðna. Okkur var ljóst að Búnaðarbankinn einn og sér væri ekki áhugaverð staða fyrir fjárfestana til framtíðar þó að bankinn gæti gert góða hluti út af fyrir sig. Það var fyrirséð að það yrðu miklar breytingar á íslenskum ijármálamarkaði. Það máttu allir vita sem settust niður og veltu fyrir sér stöðunni. Það lá í loftinu að það yrðu miklar breytingar,“ segir hann. Vúxtur og framþróun Ólafur telur að nokkrir möguleikar hafi verið fyrir hendi. „Einn möguleiki var að reka bankann áfram sem við höfðum ákveðna fyrirvara á. Hinn möguleikinn var að leita eftir sammna við einhverja af hinum bönkunum þremur. Það lá fyrir að samkeppnisyfirvöld höfðu hafnað sammna Landsbankans og Búnaðarbankans skömmu áður. Forsendur höfðu í raun ekki breyst þannig að það var fyrirséð að sá sammni var óraunhæfur. Islandsbanki var annar val- kostur. Hann var stærri en Landsbankinn á þeim tíma og því ólíklegra að Búnaðarbankinn gæti sameinast honum. Hefði Búnaðarbankinn sameinast öðmm hvomm þessara banka hefðum við verið með stóran íslenskan banka sem hefði verið mjög lítill í alþjóðlegum samanburði. Bankinn hefði að mestu verið háður tekjum af bankaviðskipum á íslandi og þar af leiðandi mjög viðkvæmur fyrir þeim sveiflum sem hafa verið í okkar hagkerfi. Þessu til viðbótar hefðu allar aðgerðir eftir sammnann miðað að því að fækka fólki um allt land og lækka kostnað. Sameiginlegur banki hefði ekki haft þann gmnn sem þarf til að sækja fram til vaxtar erlendis. Við höfðum miklu meiri áhuga á vexti og framþróun, verkefni sem var vemlega til hagsbóta fyrir okkur hluthafana og samfélagið," segir Ólafur. Ohkar spár gengu eflir Kaupþing hafði þá þegar náð áhugaverðum árangri erlendis, einkum í Lúxemborg og Svíþjóð. „Við vomm búnir að þreifa á öllum möguleikum, ræða við alla með opnum hætti til að vita hver þeirra hugur var. Þegar við gengum frá kaupunum á Búnaðarbankanum og kölluðum saman fyrsta hluthafafund kom bréf frá Kaup- þingi þar sem þeir kröfðu okkur svara um hvort við hefðum áhuga á að ræða við þá um sammna eða ekki. Við vissum af áhuga Landsbankans á sammna við Kaupþing á þessum tíma. Okkur var líka ljóst að það var ólíklegt að það yrðu tveir sammnar á íslenska bankamarkaðnum og því var mikilvægt að verða fyrstir til að ríða á vaðið. Það var ljóst að þetta var líklega eina tækifærið sem við fengjum í mörg ár, þannig að við ákváðum að bíða ekki. Við fómm strax í viðræður við þá og spár okkar gengu eftir, aðrir bankar hafa ekki náð að sam- einast," segir Ólafur. Hann minnir á að sparisjóðimir hafi ætlað að sameinast en lögunum verið breytt, „illu heilli fyrir þá. Við emm í alla staði ákaflega ánægðir með árangurinn sem hefur náðst með „Návígið hér heima er óskaplega mikið og það getur verið afskaplega þreytandi á köflum. Maður getur ekkert gert án þess að stíga á tæmar á öðmm eða að einhver annar stígi á taemar á manni sjálfum." sammna Búnaðarbanka og Kaup- þings. Stjómendur bankans em mjög færir og þeirra árangur er undraverður. Þeir hafa af miklum dugnaði og útsjónarsemi náð að keyra bankana saman þannig að ég held að allir séu mjög sáttir. Það er ekki síst núna sem kemur í ljós hversu mikils virði það er fyrir okkur Islendinga að hafa svona öfluga ljármálastofnun eins og KB banka. Við gerð samningsins við Labeyrie gátum við unnið með KB banka einum þar sem þeir hafa þann styrk sem þarf til að Jjármagna kaupin sjálfir, þ.e. bæði lánalínur fyrirtækisins og sölutryggja hlutatjárútboðið. Þeir munu hins vegar fá aðra banka með sér. Hvomgur hinna innlendu bankanna hefði getað gert þetta og ég efast um að þeir hefðu getað gert þetta saman.“ Seta í bankaráði ekki viðeigandi Margur myndi haida að Ólafur sæti í bankaráði KB banka en það gerir hann ekki og hefur aldrei gert. „Það hefur ekki hvarflað að mér að sitja í bankaráði vegna þess að ég tel það ekki viðeigandi. Ef þú ætlar að stunda virk viðskipti á Islandi, fara inn í fyrirtæki og taka þátt í verkefninu af fullum krafti þá getur þú vart setið í bankaráði þar sem verið er að ijalla um viðskiptavini þína, samstarfsaðila eða keppinauta. Það hefur verið mín prinsipp- afstaða. Eg vil vera frjáls og geta tekið mínar ákvarðanir. Ég hef engan áhuga á að blanda mér í bankaviðskipti manna úti í bæ.“ - En í stórum viðskiptum purfa menn að kunna að tala saman? „Vissulega þurfa menn að geta talað saman og átt náið sam- starf með sínum banka en til þess að svo sé er ekki nauðs- ynlegt að viðkomandi sitji í bankaráði. Slik tengsl em mjög vandmeðfarin og í raun óviðunandi í okkar litla samfélagi. Ég beini frekar mínum kröftum að öðm enda em þeir full- trúar sem við höfum kosið til starfa innan stjómar KB banka feiknarlega flinkir menn og starfi sínu mjög vel vaxnir." Skiptum félaginu upp Ólafur er fæddur og uppalinn í Borgamesi. Hann stundaði nám á Bifröst og fór svo í við- skiptafræði við Háskóla íslands. Hann hefur starfað hjá Sam- skipum í 12 ár en áður var hann m.a. starfandi í Frakklandi og Bandaríkjunum, auk þess sem hann var ráðinn til þess að gera tilraun til að snúa rekstri Álafoss við. „Ég hef stundað viðskipti frá því að ég var ungur maður í skóla. Eftir að ég lauk námi við Háskóla Islands fór ég utan þar sem við hjónin bjuggum í um sex ár. I febrúar 1993 tók ég við sem forstjóri Samskipa sem var mjög kreljandi og áhugavert starf. Ég hætti sem forstjóri fyrir tveimur ámm og tók við sem starfandi stjómarformaður félagsins og hef mest helgað mig stefnu- mótun félagsins og uppbyggingu utan íslands. Fyrstu kaupin í Samskipum vom árið 1994 og smám saman jókst hluturinn. Helstu samstarfsmenn mínir í dag komu til Samskipa upp úr þessu. Jón Kristjánsson, forstjóri Sjóvíkur og stjómarmaður í 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.