Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 40
Ævintýri
GUNNLAUGUR UG KÖGUN
1988
Kögun hf. stofnuð til að taka þétt í hönnun hugbúnaðar fyrir ratsjárstöðvar hér
á landi.
1933
Kögun kaupir eigin hlutabréf í miklu magni og færir niður hlutafé.
1997
Keypt umboðið fyrir Navision á íslandi.
1997
Keyptur stór hlutur í Nýherja, hluturinn seldur aftur tveimur árum síðar.
1999
Keyptur stór hluti í Intis hf. og yfirtaka reynd. Gekk ekki og þá selt til
(slandssíma.
1999
Kaupir Verk- og kerfisfræðistofuna, VKS.
9003
Reynir í janúar yfirtöku á Landsteinum sem heldur vilja sameinast Streng.
9003
Selur Navision ísland ehf. til Microsoft.
2003
Kaupir í ágústmánuði Ax hugbúnaðarhús sem til varð 1999 eftir samruna fyrir-
tækjanna TOK, Kerfi, hugbúnaðarsviðs Tæknivals og deildar frá Skýrr.
2003
Kaupir í desember Hug hf. af EJS - og seinna í sama mánuði Landsteina -
Streng hf.
2004
Kaupir í febrúar aukinn hlut f Aston Baltic í Lettlandi, eiga 2/3 hluta é eftir.
2004
Selur í apríl og ágúst hluti í Alpha Landsteinar í London og Landsteinar Hollandi.
2004
Samið í maí og júní um yfirtöku á Columbus IT í Danmörku og víðar, en hætt við.
2004
Kaupir í ágúst 35,77% hlut í Opin Kerfi Group.
2004
Yfirtekur í október Opin Kerfi Group.
Yfirtakan á Opnum kerfum Group er nýjasta
ævintýrið. Gunnlaugur og Frosti Bergsson
náðu ekki saman um breyttan fókus. Upp
kom pattstaða og Gunnlaugur hjó á hnútinn.
Sú hugmyndafræði sem Kögun hefur starfað eftir
í áranna rás er að fyrirtæki, sem keypt eru, lifa
áfram sem sjálfstæð fyrirtæki í stað þess að sam-
einast móðurfélaginu," segir Gunnlaugur M. Sigmunds-
son, forstjóri Kögunar hf.
„Fyrirtæki í eigu Kögunar eiga áfram í innbyrðis sam-
keppni hvort við annað úti á markaðnum en hafa jafn-
framt skýr árangursmarkmið sem móðurfélagið setur. I
dag er uppbygging fyrirtækisins í rauninni sú að Kögun
er orðin einskonar safn fyrirtækja og andlit þeirra út á
við á hlutabréfamarkaði.“
Terta en ekki sneið Nú í október eignaðist Kögun
hf. nærfellt 70% í Opnum Kerfum Group hf. eftir að hafa
eignast 35,77% hlut í fyrirtækinu í ágúst síðastliðnum.
Kögun ætlaði að ná í væna sneið, en fær nú kökuna alla,
því eftir að hafa eignast yfir 40% hlut í skráðu fyrirtæki
verður að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð.
„Markmið okkar í upphafi var ekki endilega að
eignast meira en þennan rúmlega þriðjungs hlut í
Opnum Kerfum, en við ætluðum okkur hins vegar að
hafa afgerandi áhrif á reksturinn og til þess töldum við
okkur komna með nógu stóran hlut. Hins vegar skal
engin dul á það dregin að við og fyrri eigendur náðum
ekki saman um áherslubreytingar og breyttan fókus.
Upp kom pattstaða og höggva varð á hnútinn," segir
Gunnlaugur.
„Hins vegar skal engin dul á það dregin að
við og fyrri eigendur náðum ekki saman um
áherslubreytingar og breyttan fókus. Upp kom
pattstaða og höggva varð á hnútinn," segir
Gunnlaugur.