Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 113
Stefán
Hilmarsson
hjá Baugi
Group
Eftir ísak Öm Sigurðsson
Stefán Hilmarsson hóf
störf hjá Baugi Group
fyrsta október síðast-
liðinn sem framkvæmdastjóri
fjármálasviðs. Hann hefur
verið endurskoðandi félags-
ins frá stofnun þess árið 1998.
..Segja má að ég hafi byijað að
vinna fyrir þá feðga Jóhannes
og Jón Ásgeir árið 1992 þegar
þeir ráku Bónus. Nánast
allan minn starfsferil hef ég
hins vegar starfað hjá KPMG
Endurskoðun þar sem ég
hóf störf árið 1986 samhliða
háskólanámi mínu,“ segir
Stefán Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri íjármálasviðs
hjá Baugi.
Baugur var stofnaður 1. júlí
1998 með sameiningu Hag-
kaupa, Bónuss og tengdra
fyrirtækja. Baugur var skráður
á hlutabréfamarkað tæpu ári
eftir stofnun. Umsvif félagsins
og vöxt þess frá þeim tíma
þekkja eflaust flestír.
„I maí 2003 gerðu stærstu
hluthafar félagsins yfirtökutil-
hoð í ailt hlutafé félagsins og
var félagið afskráð af hluta-
hréfamarkaði í kjölfarið. Síðar
a árinu var félaginu skipt
UPP og tók nýtt félag, Hagar
hf., yfir allan verslunar-
fekstur félagsins á íslandi
og á Norðurlöndum. Baugur
Group varð frá þeim tíma
fjárfestingafélag og starfa 19
manns hjá fyrirtækinu í dag,
14 á Islandi og 5 í Bretlandi.
Baugi Group er skipt upp
í þrjú svið. Erlendum fjár-
festingum er stýrt í gegnum
skrifstofuna í London. Inn-
lendum fjárfestingum er stýrt
í gegnum skrifstofuna á Tún-
götu þar sem ijármálasviðið
er einnig staðsett. Meginhlut-
verk okkar á fjármálasviði er
meðal annars að íjármagna
innlendar og erlendar fjárfest-
ingar og fylgjast með ávöxtun
verkefnanna. Eðli málsins
samkvæmt vinn ég náið með
öðrum framkvæmdastjórum
og forstjóra félagsins, Jóni
Asgeiri Jóhannessyni, og
Hreini Loftssyni hrl., stjómar-
formanni Baugs Group.“
Stefán Hilmarsson hóf
störf hjá Baugi hinn 1. október
síðastliðinn. „Það er í mínu
hlutverki að halda áfram að
efla ijármálasvið félagsins. A
Ijármálasviðinu em nú fimm
stöðugildi og þessa stundina
snúast verkefni okkar um
að skilgreina starfssvið og
ábyrgð hvers starfsmanns
fyrir sig.“
Stefán útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur frá Háskóla
íslands vorið 1986 og hlaut
Stefán Hilmarsson hóf störf hjá Baugi hinn 1. október síðastlið-
inn. Hann mikill stuðningsmaður Knattspyrnufélagsins Fram.
FV-mynd: Geir Ólafsson
löggildingu í endurskoðun
í mars 1989. „I ársbyrjun
1995 varð ég meðeigandi hjá
KPMG og var kjörinn í stjóm
félagsins árið 2001. Þá var
ég í menntunamefnd Félags
löggiltra endurskoðenda frá
árinu 1992 ogformaðurfélags-
ins árið 1995.
Eg er sáttur við að hætta
störfum hjá KPMG en kveð
samt samstarfsfélagana með
söknuði. Þar á ég marga
ágæta félaga og vini sem ég
hef tengst í gegnum störf
mín hjá félaginu og sameigin-
leg áhugamál okkar eins og
laxveiði og vínsmökkun. Þá
hef ég verið svo lánsamur
að kynnast mörgum aðilum í
viðskiptalífinu í gegnum störf
mín hjá KPMG. Á ég í dag
marga góða vini og kunningja
úr þeim hópi.
Sökum anna í starfi hef ég
gefið mér allt of lítinn tíma til
að sinna áhugamálum minum
en vonast til að á því geti orðið
einhver breyting á næstunni.
Eg hef brennandi áhuga á
íþróttum og sérstaklega þó
knattspymu sem leitt hefur
af sér þátttöku í félagsstörfum
fyrir íþróttafélag. Mér hefur
verið treyst fyrir starfi gjald-
kera aðalstjómarKnattspymu-
félagsins Fram frá árinu 1995.
Hef ég kynnst mörgu góðu
fólki í starfi minu fyrir það
félag, fólki sem hefur haft það
að markmiði að vinna vel fyrir
félagið og að framgangi þess,
enda ekki veitt af í hremm-
ingum undanfarinna ára.“ [0
113