Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 98
Nokkrir af matreiðslumönnum Perlunnar þar sem boðið verður upp á jólahlaðborð.
PERLAN:
Jólahlaðborðið sívinsæla
Villibráðarsúpa. Kavíar. Graflax. Síld. Kalkúnasalat. Pöru-
steik. Hamborgarhryggur. Reykt grísalæri. Kalkúna-
bringur. Hangikjöt. Appelsínuönd. Ris a la mande. Konfekt-
kökur. Enskjólakaka. Marengskaka. Súkkulaðiterta.
Þetta er lítill hluti þess sem verður í boði
á jólahlaðborði Perlunnar sem stendur frá
14. nóvember til 30. desember. Dagana
25. - 28. nóvember verður auk þess boðið
upp á rétti tengda þakkargjörð, „Thanks-
giving", þannig að á hlaðborðinu verður m.a.
kalkúnn, kalkúnafyllingar og „pecan-baka“.
Nýja Beaujolais-vinið kemur 18. nóvember.
Frá 14. nóvember verður Perlan skreytt
á viðeigandi hátt - jólatré, greni, jólaskraut...
Byggingin á hitaveitutönkunum breytist í
ævintýraheim.
Gisli Thoroddsen, einn af eigendum,
segir að starfsfólk Perlunnar leggi fyrst og
fremst áherslu á þjónustuna. „Þegar fólk fer
út að borða er það ekki bara að nærast Það
er að fara út að skemmta sér. Fyrsta við-
mótið verður að vera í lagi.“
Gestir mæta klukkan sjö, átta eða níu.
Það er þó einsetið í salnum en þetta fyrir-
komulag er til að koma í veg fyrir örtröð við
hlaðborðið. Salurinn tekur um 250 manns.
I september var fullbókað á jólahlaðborðið
föstudags- og laugardagskvöld.
„Við reynum alltaf að gera betur en áður. í lok hvers árs
tala matreiðslumenn Perlunnar um það hvað þeir geta gert
betur næst.“ Þess má geta að Elmar Kristjánsson er yfirmat-
reiðslumaður Perlunnar.
Gísli vann í Brauðbæ á árum áður.
„Gunnar Sigvaldason matreiðslumaður,
sem vann með mér í Brauðbæ, lærði í
Danmörku og árið 1978 kom hann með
þá hugmynd að bjóða upp á, julefrokost"
í hádeginu. Boðið var upp á það í tvö ár.
Þetta var einfalt en boðið var aðallega
upp á pörusteik og kjötbollur. Fólk var
farið að spyrja hvort ekki væri hægt að
bjóða upp á þetta á kvöldin. Það var gert
og eftir um ijögur ár var brjálað að gera
í jólahlaðborðinu í Brauðbæ sem síðar
varð Oðinsvé. Þá var farið að bjóða upp
á þetta á öðrum veitingastöðum. Eg,
Gunnar og Stefán Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Perlunnar, unnum allir
í Brauðbæ og segja má að við séum
frumkvöðlar að jólahlaðborði, í Perlunni
vildum við ekki bjóða upp á jólahlað-
borð, en það gekk ekki.
Þegar við Stefán hófum störf í Perlunni
vildum við ekki bjóða upp á jólahlaðborð.
Við vildum prófa að gera eitthvað annað.
Það bara gekk ekki upp." H
Boðið verður upp á jóla-
hlaðborð 14. nóvember -
30. desember. Fólk getur
gætt sér á tæplega 60 réttum.
98