Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 42
Markaðurinn trúir á þetta Kögun kaupir Opin Kerfi Group hf. fyrir um það bil 8,1 milljarð króna. Fyrir er greitt í tveimur jafn- stórum hlutum, það er hluthafar fá annars vegar hluti í Kögun og hinn helminginn greiddan með peningum. „Við fórum á skuldabréfamarkaðinn til að ná í það fjár- magn sem til þurfti. Utboðið gekk vel og við erum markaðnum þakklátir fyrir að hafa trú á okkur. Eg er heldur í engum vafa um að við fáum grænt ljós á hluthafafundi, sem er framundan, til þess að afla heimildar til að auka hlutafé." Ætlunin er að auka hlutafé í Kögun um alls 60 milljónir króna, eða í samtals 192 millj. króna og gengið er 42,8 á hvem hlut „Lögmálinu samkvæmt þýðir þetta að eignaprósenta okkar sem fyrir emm i félaginu mun þynnast, en á móti kemur að við eignumst hlut í stærra félagi," segir Gunnlaugur og kimir. Hann bendir á að Kögun hafi verið að stækka mjög ört síðustu misseri og útboð á nýju hlutafé samfara lántöku sé sú leið sem Kögun hafi talið best henta við núverandi aðstæður. Hlutafé Kögunar var 90 millj. kr. um síðustu áramót þegar Kögun keypti Landsteina - Streng, sem þá þýddi að auka þurfti hlutaféð um 30 millj. kr. Kögun átti þá ónýtta heimild til að auka hlutafé og vegna fyrstu kaupanna á Opnum Kerfum Group hf. í ágúst var tólf milljónum bætt við. Þegar samstaðan öll er nú keypt verður óskað heimildar til að auka um 60 millj. kr. til viðbótar. Samanlagt eru þetta 192 millj. kr. og miðað við núverandi gengi er verðmæti Kögunar 8,2 milljarðar kr. Móðurfélag margra smærri Kögun og Opin Kerfi Group hf. eru um margt eðlislík fyrirtæki. Á báðum bæjum hefur alltaf mikið verið lagt uppúr aga og markvissum áætlunum, sem er fylgt vel eftir. Að þessu leyti er menning fyrirtækj- anna lík. Bæði fyrirtækin eru einnig sprottin upp úr svip- uðum jarðvegi og voru stofnuð á þeim tíma þegar tölvu- og hugbúnaðarvæðing hér á landi var að taka flugið. Kögun hf. var stofnuð árið 1988, en upphaflega var fyrir- tækið sett á laggir til að smíða hugbúnað fyrir íslenska loft- varnarkerfið. Fyrstu árin var Kögun með starfsemi vestur í Kalifomíu og verkefni fyrir Bandaríkjaher vom það eina sem fyrirtækið sinnti. Starfsemin fluttist heim árið 1995 og vom verkefni á Keflavíkur- flugvelli þá helsta tekju- lindin. Fyrirtækið hefur breyst mikið frá þessum tíma, vaxið að umfangi og tekist á hendur ný verkefni þannig að í dag er vinnan fyrir Bandaríkjaher tiltölulega lítill hluti af heildarveltu. Sú vinna hefur er þó fyrirtækinu afar þýðingarmikil að mati Gunnlaugs: hafi verið forsenda fyrir verkefnaöflun erlendis. Gunnlaugur leggur áherslu á að Kögun sé nú að stofni til móðurfélag margra hugbúnaðarfyrirtækja. Þetta em VKS, Ax hugbúnaðarhús, Hugur, Span og Landsteinar - Strengur. Hið síðastnefnda er nú á heimsvísu orðinn stærsti framleiðandi verslunarlausna í Microsoftumhverfinu, það er hugbúnaðar- kerfi fyrir búðakassa með tengingu við lager, innkaup og bókhald. „I dag gildir að bjóða viðskiptavinum heildstæðar lausnir og frekari sókn erlendis verður byggð á þeirri dýrmætu reynslu sem hugbúnaðarfyrirtækin hafa aflað með löngu og nánu samstarfi við innlendar verslanir,“ segir Gunnlaugur. Góðir samverhamenn Stefna Kögunar hefur verið sú að halda fyrirtækjunum í samstæðunni sem sjálfstæðum rekstrareiningum. „Við sem lengst höfum unnið saman í stjórn Kögunar, stjórnarformaðurinn Örn Karlsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og ég, setjumst sjálfir í stjómir fyrirtækjanna. Segjum fyrir um þau hagnaðarmarkmið sem við teljum að hægt eigi að vera að ná og byggjum á reynslu okkar úr öðrum fýrirtækjum að teknu tilliti til veltu- markmiða. Svipuð stjórnunarstefna hefur verið við lýði hjá Opnum Kerfum Group hf. þannig að stjórnunarstíllinn er líkur i báðum samstæðum." Fyrir stjórnendur eru góðir samverkamenn það sem öllu skiptir og þá kveðst Gunnlaugur svo sannarlega hafa. Bjarni Birgisson hefur verið samverkamaður Gunnlaugs síðustu ijórtán árin og stýrir daglegum rekstri Kögunar hf. meðan Gunnlaugur leggst í víking og kaupir fyrir- tæki. Samstarf Gunnlaugs og Héðins Eyjólfssonar fjármála- stjóra nær þrjátíu ár aftur í tímann og Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri VKS og Landsteina - Strengs, er einnig gamall samverkamaður, bekkjarbróðir Gunnlaugs úr MR og viðskiptadeild HI. Einnig má nefna Gunnar Ingimundarson stofnanda og fyrrum aðaleiganda Hugar og þá eru nokkrir af stofnendum VKS enn starfandi í samstæðunni og nánir sam- starfsmenn Gunnlaugs. Þá eru í Skýrr, dótturfyrirtæki OGK, hæstráðendur Hreinn Jakobsson forstjóri, sem starfaði með Gunnlaugi hjá Þróunarfélagi Islands, Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Skýrr, sem var nánasti samstarfs- maður Gunnlaugs fyrstu ár Kögunar í Kaliforníu. Heimurinn er ef vil vill ekki svo stór eftir allt.H!] Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Kögunar á síðustu misserum og hvert tölvufyrirtækið á fætur öðru hefur komist í þess eigu. Sóknarfæri íslensks tölvu- og hugbúnaðariðnaðar á komandi tíð eru einkum erlendis, að mati forstjórans, Gunnlaugs M. Sigmundssonar, en það var einmitt úr verkefhum fyrir erlenda aðila sem Kögun varð til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.