Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 56
Stjómendur fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtaekj-
anna beijast nú á víglínunni eftir að allt fór í loft
upp milli fyrirtækjanna fyrr á þessu ári þegar
ekki náðist samstaða um eitt dreifífyrirtæki.
Fyrirtækin fara nú hvert sína leið og berjast
sem aldrei fyrr.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Hræringar hafa verið á sjónvarps- og fjarskiptamarkaði
og ekki útséð um hvemig framtíðin mun lita út í þeim
efnum, hvorki fyrirtækin né markaðurinn sjálfur, hvað
þá sú tækni sem eftir stendur og verður í notkun um ókomna
framtíð þó að flestir telji að ljósleiðarinn verði þar í lykilstöðu.
Draumurinn um eitt dreififyrirtæki er nú úti og rikir harðvítug
samkeppni milli tveggja blokka, annars vegar Og vodafone
með Norðurljós, Margmiðlun og IP-flarskipti innan sinna
vébanda og hins vegar Símans og Skjás eins með ensku knatt-
spymuna innan borðs. Álengdar fylgist Ríkisútvarpið með
þróuninni en lætur hina um baráttuna og dýrar tjárfestingar.
RUV hyggst halda því áfram að kaupa dreifiþjónustu af hinum
þvi að það ætlar sér að vera alls staðar þar sem fólkið er.
Inn í baráttuna blandar sér lággjaldaáskriftarssjónvarp,
Val+, á vegum Islandsmiðils sem aftur er í meirihlutaeigu
Landsvirkjunar. Sent er með stafrænum hætti og nást
útsendingar á vestan- og sunnanverðu landinu. Búast má við
að fleiri stöðvar skjóti upp kollinum.
Boðin í báðar áttir Fjarskipta og sjónvarpsmálin hafa
verið í umræðunni um nokkurt skeið en aldrei jafn mikið
og síðustu vikur þegar Og vodafone keypti öll hluta-
bréf í Norðurljósum með tilheyrandi skipulagsbreytingum
og mannabreytingum á toppnum. Skyndilega vom allir
helstu stjórnendur fyrirtækisins komnir út úr því. Þetta
voru þeir Sigurður G. Guðjónsson útvarpsstjóri og Marinó
Guðmundsson fjármálastjóri. í staðinn var Páll Magn-
ússon orðinn útvarpsstjóri og Gunnar Smári Egilsson
framkvæmdastjóri Norðurljósa. í samstarfi við þá er svo
móðurfélagið, Og vodafone, með Eirík S. Jóhannsson, fv.
forstjóra Kaldbaks, í forystu en hann varð nýlega forstjóri
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
stjórnarformaður Og Vodafone.
Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Og
vodafone.
Gunnar Smári Egilsson, framkvæmda-
stjóri Norðurljósa.
56