Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 25
Samskipum, kom 1995, nokkru síðar þeir
Jón Þór I Ijaltason og Bjami Gunnarsson,
þegar Samskip keyptu Jóna. Þeir notuðu
síðan þekkt viðskiptamynstur og skiptu á
bréfum í Samskipum og Olíufélaginu og
vom þar með komnir inn í 01íufélagið,“
segir hann.
„Síðan keyptum við meira í Olíufélag-
inu og að endingu náðum við að kaupa
meirihluta í félaginu í samstarfi við Kristján Loftsson og
félaga og afskrá það í framhaldinu. Við skiptum félaginu
upp í annars vegar ijárfestingafélag, Ker hf., sem hefur
skýra flárfestingarstefnu, og hins vegar í Olíufélagið ehf.
Það félag þjónar eingöngu viðskiptavinum með eldsneyti,
stómotendum og til einkanota, auk þess að vera með aðrar
vömr sem falla að rekstrinum. Með þessari skiptingu hættum
við að blanda saman Ijárfestingum í fyrirtækjum og olíuvið-
skiptum. Hér á ámm áður snerist orðið allt um að kaupa sér
viðskipti, kaupa hlutafé í fyrirtækjum o.s.frv. Við gerðum þar
skýran greinarmun á. Eftir stendur Olíufélagið sem besta
fýrirtækið í olíuverslun á Islandi í dag.“
Þetta er spírall Ker seldi burtu mikið af sínum eignum, s.s.
eignarhluti í VÍS og Olíuverslun íslands auk ýmissa annarra
eigna. „Við höfum markað okkur þá stefnu að ijárfesta í fáum
fýrirtækjum en leggja jafnan nokkuð mikið undir þar sem við
fjárfestum og hafa þannig áhrif á framvindu mála. Við tökum
sjálfsagt umtalsverða áhættu með því en við munum hins
vegar leggja okkur alla fram um að hlutimir gangi upp. Þegar
við fjárfestum í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu tókum
við mjög stórt skref. í dag má segja að staðan sé ekki mikið
áhyggjuefni því öll plön gengu eftir og vel það. Það hefði hins
vegar tekið vemlega í ef hlutimir hefðu ekki gengið upp og
við tapað stómm upphæðum á ijárfestingunni."
- Hvað heldurðu með þróunina á fjármálamarkaði í fram-
tíðinni? „Ég er ekki viss um að þetta umhverfi breytist
neitt dramatískt. Það verður áhugavert að sjá hvaða farveg
eigendur Straums og Burðaráss velja sér. Það getur reynst
þeim snúið að standa undir markaðsvirði þessara félaga til
lengri tíma litið. Það kæmi mér á óvart ef Landsbankinn og
íslandsbanki gætu sameinast af samkeppnisástæðum nema
þá að selja frá sér það mikið í rekstrinum að allur ávinningur
af sameiningunni hverfi fyrir vikið. En mestu máli skiptir að
þessar flármálastofnanir sem og önnur fyrirtæki treysti tekju-
grunn sinn. Það er ekki nóg að hafa gríðarlegan hagnað af
sölu hlutabréfa. Þetta er spírall þar sem allir eru að hagnast
á hlutabréfum sem fyrirtækin eiga hvert í öðru. Menn þurfa
að leggja áherslu á það að fjárfesta í fyrirtækjum eða fjármála-
stofnunum sem skila tekjuflæði í framtíðinni," svarar Olafur.
Tekjugrunnur utan íslands Hann telur mjög áhuga
vert að vera í banka eins og KB banka sem er með miklu
breiðari tekjugrunn og starfar á ólíkum efnahagssvæðum
og því ekki eins háður efnahagssveiflum á íslandi eins og
mörg önnur fyrirtæki. „ísland
þróast öðruvísi en margir aðrir
markaðir. Það er ekki gott að
vera algjörlega háður íslensku
efnahagssvæði. Núna hafa
ákveðnir bankar verið að vaxa
mjög mikið á kostnað lægri
vaxtaprósentu þannig að frarn-
legðin í viðskiptum er að lækka.
Þá getum við spurt: Hver verður staðan eftir tvö ár?“
Ólafur segir að hluthafar Kers hafi lagt á það megináherslu
að fjárfesta í fyrirtækjum með tekjugrunn utan íslands. Hann
telur upp eignir Kers sem allar eiga það sameiginlegt að hafa
mestan vöxt erlendis: Samskip, KB banki og SÍF. „Við teljum
að við verðum að hafa áhættudreifingu í okkar eignum og
fara þangað sem vaxtatækifærin eru raunverulega til staðar.
Þau eru ekki til staðar hér. Návígið hér heima er óskaplega
mikið og það getur verið afskaplega þreytandi á köflum.
Maður getur ekkert gert án þess að stíga á tæmar á öðmm
eða að einhver annar stígur á tærnar á manni sjálfum. Þetta
verður persónulegt návígi þar sem menn eignast vini og
ljandmenn fram og aftur. Mönnum er skipað í fylkingar eftir
pólitík og uppmna hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það
er óskemmtilegt að starfa í þessu umhverfi á köflum.
Fullir ai eldmóði Við emm bara í ákveðnum málum,
málum sem við eram sjálfir virkir þátttakendur í. Við vitum
um hvað þau fjalla, treystum stjórnendunum og teljum að
þau búi við raunhæf vaxtartækifæri. Við eram oft beðnir
um að koma að fjárfestingum í hinum ýmsu fyrirtækjum og
vanalega höfum við sagt „nei takk“. Ef fjárfestingar okkar
eru skoðaðar þá sjá menn þetta mynstur. Eina undantekn-
ingin er Olíufélagið en það félag höfum við átt alllengi og
erum ánægðir með rekstur þess þótt fortíðardraugar sam-
keppnismála trafli okkur vissulega.“
- Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina hjá SÍF og í sjávarutvegi?
Hver heldurðu að þróunin verði? „Ég held að hún verði
spennandi og jákvæð. Það er svo margt að gerast. Það hafa
orðið kynslóðaskipti, t.a.m. í útgerðinni, og fyrirtækin era
feiknarlega góð, flinkir menn fullir af eldmóði sem reka þessi
félög. Mér finnst vera mikil dýnamík í þeim,“ segir hann og
nefnir sem dæmi Samherja, Brim, Granda, Vinnslustöðina,
Þingey-Skinnanes og FISK. „Ég verð líka að segja að það
er ijárhagsleg geta í samfélaginu. Það er mikið fjármagn í
umferð. Lífeyrissjóðimir eiga mikla peninga og stjómendur
lífeyrissjóðanna virðast hafa þá sýn að það sé mikilvægt að
fjárfesta í fyrirtækjum sem eru að gera góða hluti og fara í
útrás. Þeir hafa sýnt að þeir eru tilbúnir að styðja við atvinnu-
lífið. Fjármálastofnanimar eru allar að vaxa og dafna og geta
þeirra að takast á við verkefnin er að aukast. Það er mjög
mikilvægt að menn beiti tiltækum hagstjómartækjum til að
viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. En það er greinilegt að
þróttur atvinnulífsins er mikill um þessar mundir og heilt á
litið er ég nokkuð bjartsýnn á framtíðina." 1U
„Lífeyrissjóðimir eiga mikla peninga
og stjómendur lífeyrissjóðanna
virðast hafa þá sýn að það sé
mikilvægt að ijáifesta í fyrirtækjum
sem em að gera góða hluti og fara
í útrás. Þeir hafa sýnt að þeir em
tilbúnir að styðja við atvinnulífið.“
25