Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
Erna Gísladóttir, forstjóri B&L, sker fyrstu sneiðina af 50 metra
afmælisköku B&L.
50 metra löng
kaka hjá B&L
B&L hélt upp á 50 ára afrnæli sitt nýlega og var afmælis-
haldið tvískipt. Vinum, viðskiptavinum og velunnurum var
boðið til galaveislu í húsakynnum fyrirtækisins eitt kvöldið
auk þess sem almenningi var boðið upp á 50 metra langa afmælis-
köku og gos. Fjöldi manns kom og gæddi sér á þessari löngu
köku en aðeins einu sinni áður hefur lengri kaka verið í boði, svo
vitað sé, en það var þegar 200 metra löng kaka var á boðstólum
í 200 ára afinæli Reykjavíkuborgar 1986. HD
Gísli Guðmundsson, stjórnarformaður B&L, Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra, Bessí Jóhannsdóttir, eiginkona Gísla, og
Erna Gísladóttir, forstjóri B&L.
Guðmundur Gíslason, einn stofnenda
B&L, á spjalli við Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra.
MBA-nemar
stofna félag
MBA-nemar hafa stofnað félag og heitir það Félag við-
skiptafræðinga MBA frá Fláskóla íslands. Hlutverk
félagsins er að stuðla að faglegum, félagslegum og
eihahagslegum ávinningi þeirra sem útskrifast hafa með MBA-
prófgráðu frá HI og styðja þannig við áframhaldandi þróun og
framgöngu námsins með því að stuðla að símenntun, efla og
viðhalda tengslaneti og standa vörð um sameiginlega hags-
muni félagsmanna.
Fimm eru í stjóm félagsins. Þeir em: Anna María Proppé,
sem er formaður félagsins, Eva Magnúsdóttir, Geir Thorsteins-
son, Gunnar Jón Yngvarsson og Rósbjörg Jónsdóttir. Vara-
menn em Sigríður H. Jónsdóttir og Steinar Frímannsson. H3
14