Frjáls verslun - 01.09.2004, Blaðsíða 15
Hluti kvennanna sem stóðu að ráðstefnunni,
Myndir: Geir Ólafsson
Láttu drauminn rætast!
Hópur kvennemenda úr Háskólanum í
Reykjavík stóð nýlega fyrir ráðstefnu um
konur í íslensku atvinnulífi undir yfirskrift-
inni „Láttu drauminn rætast!" og var ráðstefnan
hluti af Framapoti 2004. Jón G. Hauksson, rit-
stjóri Fijálsrar verslunar, Jjallaði um aukin hlut
kvenna sem leiðtoga í íslensku athafnalífi, dr.
Guðrún Pétursdóttir flutti erindið „í gegnum
glerþakið“ og Guðbjörg Glóð Logadóttir fyallaði
um það að byrja með tvær hendur tómar. Frú
Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Islands, leiddi
að lokum umræður.H!]
Vitnað 1 Visbendingu
Askriftarsími: 512 7575
Þannig hefur hlutfall skráðra sjávar-
fyrirtækja, eins og Kauphöllin skil-
greinir þau, lækkað úr um 40%
þegar það var hæst árið 1997 í um
6% á þessu ári. Meðalstærð sjávar-
útvegsfyrirtækjanna hefur einnig
aukist lítið í samanburði við meðal-
tal allra fyrirtækja í Kauphöllinni.
Þórður Friðjónsson
[Erlendar fjárfestingar í
sjávarútvegi).
Samkvæmt tölum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, OECD,
jukust skatttekjur hins opinbera á
íslandi úr tæpum 32% af lands-
framleiðslu árið 1990 í rúm 40%
árið 2003. Á sama tíma jókst skatt-
heimta í löndum 0ECD um 1-2% af
landsframleiðslu.
Sigurður Jóhannessan
(Skattahækkanir).
Enn eimir þó eftir af þeirri hugsun
hjá sumum stjórnmálamönnum að
þeir séu slyngari en markaðurinn
í þvi að skipa málum á betri veg.
Á ég þar ekki hvað síst við tryggð
þeirra við íslensku krónuna og vaxta-
visku þeirra.
Guðmundur Magnósson
(Áhættustýring í ólgusjó
heimsviðskiptanna).
Viðskiptahallinn var 4,1% á síðasta
ári og er áætlað að hann verði 7,3%
í lok þessa árs. Fjármálaráðuneytið
spáir enn fremur að hallinn haldi
áfram að vaxa og verði 11 % á
næsta ári og 13,5% árið 2006. Ef
sú spá rætist er það einn mesti við-
skiptahalli í utanríkisverslunarsögu
íslands. Þá er það spurning hvort
krónan þolir álagið.
Eyþór íuar Jónsson
(Islenskur halli og krónan).
15