Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 98

Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 98
Nokkrir af matreiðslumönnum Perlunnar þar sem boðið verður upp á jólahlaðborð. PERLAN: Jólahlaðborðið sívinsæla Villibráðarsúpa. Kavíar. Graflax. Síld. Kalkúnasalat. Pöru- steik. Hamborgarhryggur. Reykt grísalæri. Kalkúna- bringur. Hangikjöt. Appelsínuönd. Ris a la mande. Konfekt- kökur. Enskjólakaka. Marengskaka. Súkkulaðiterta. Þetta er lítill hluti þess sem verður í boði á jólahlaðborði Perlunnar sem stendur frá 14. nóvember til 30. desember. Dagana 25. - 28. nóvember verður auk þess boðið upp á rétti tengda þakkargjörð, „Thanks- giving", þannig að á hlaðborðinu verður m.a. kalkúnn, kalkúnafyllingar og „pecan-baka“. Nýja Beaujolais-vinið kemur 18. nóvember. Frá 14. nóvember verður Perlan skreytt á viðeigandi hátt - jólatré, greni, jólaskraut... Byggingin á hitaveitutönkunum breytist í ævintýraheim. Gisli Thoroddsen, einn af eigendum, segir að starfsfólk Perlunnar leggi fyrst og fremst áherslu á þjónustuna. „Þegar fólk fer út að borða er það ekki bara að nærast Það er að fara út að skemmta sér. Fyrsta við- mótið verður að vera í lagi.“ Gestir mæta klukkan sjö, átta eða níu. Það er þó einsetið í salnum en þetta fyrir- komulag er til að koma í veg fyrir örtröð við hlaðborðið. Salurinn tekur um 250 manns. I september var fullbókað á jólahlaðborðið föstudags- og laugardagskvöld. „Við reynum alltaf að gera betur en áður. í lok hvers árs tala matreiðslumenn Perlunnar um það hvað þeir geta gert betur næst.“ Þess má geta að Elmar Kristjánsson er yfirmat- reiðslumaður Perlunnar. Gísli vann í Brauðbæ á árum áður. „Gunnar Sigvaldason matreiðslumaður, sem vann með mér í Brauðbæ, lærði í Danmörku og árið 1978 kom hann með þá hugmynd að bjóða upp á, julefrokost" í hádeginu. Boðið var upp á það í tvö ár. Þetta var einfalt en boðið var aðallega upp á pörusteik og kjötbollur. Fólk var farið að spyrja hvort ekki væri hægt að bjóða upp á þetta á kvöldin. Það var gert og eftir um ijögur ár var brjálað að gera í jólahlaðborðinu í Brauðbæ sem síðar varð Oðinsvé. Þá var farið að bjóða upp á þetta á öðrum veitingastöðum. Eg, Gunnar og Stefán Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Perlunnar, unnum allir í Brauðbæ og segja má að við séum frumkvöðlar að jólahlaðborði, í Perlunni vildum við ekki bjóða upp á jólahlað- borð, en það gekk ekki. Þegar við Stefán hófum störf í Perlunni vildum við ekki bjóða upp á jólahlaðborð. Við vildum prófa að gera eitthvað annað. Það bara gekk ekki upp." H Boðið verður upp á jóla- hlaðborð 14. nóvember - 30. desember. Fólk getur gætt sér á tæplega 60 réttum. 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.