Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 13

Morgunn - 01.01.1978, Page 13
ALDAHVORF li sigrazt á meðfæddri tilhneigingu sinni til sterkrar samúðar og andúðar og féllu því niður i raðir sækjenda og verjenda og urðu þar með stríðsmenn í stað presta og vöktu í samsvarandi mæli ófrið i stað friðar. Geistlegu yfirvöldin hafa því ekki getað komið í veg fyrir skemmdarstarf hinnar lögboðnu „her- skyldu“ á kristindóminum, sem rikið hefur látið innprenta börnunum með skírn, fermingu og kennslu. Þegar drengur er vaxinn svo úr grasi að hann getur handleikið morðvopn, er hann skyldugur að læra til hermennsku og ná þar með sem mestri fullkomnun í að myrða náunga sinn og eyðileggja eignir hans. IV. Hin myrku örlög mannkynsins. Af þessu sjáum við, að hin svonefndu kristnu ríki eru enn- þá langt frá því að vera kristin að þvi leyti sem kristindómur er sama og breytni Krists. Hvað er öll hin ríkjandi hermennska, herir og flotar annað en það svæði í sál mannkynsins, sem ennþá er ekki orðið kristið, ennþá ekki fullgert eða fullreynt? — Það er fortíðin, það er hið dýrslega frumóstand mannkyns- ins, það er heiðnin, sem enn hefur ekki verið sigrazt á. Það er þessi frumstæði hluti sálar mannkynsins, sem er hin myrku örlög þess, ógæfa þess, niðurlæging og þjáning. Að ganga í bandalag við þessi örlög, að þróa hermennskuna og blessa hátíðlega og heiðra drápsvélarnar og hylla dauðarefsingu og hefndir, það er að útiloka sjólfan sig frá hinu sanna kosmiska lífi, samvitund alheimsins eða þeim anda, sem lætur sólina skína jafnt á réttláta sem rangláta og rigna jafnt á merkur hinna illu sem hinna góðu. Andi eða sál alheimsins, það er að segja hin kosmiska vitund, sem geislar frá öllum vígðum meisturum eða mestu leiðtogum mannkynsins, þekkir hvorki til ívilnunar né ofsókna. Aðeins hinn óvígði eða ófullgerði

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.