Morgunn - 01.01.1978, Side 15
ALDAHVORF
13
veldlega og sál jarðneska mannsins skynjar hið takmarkaða.
Munurinn á sál jarðneska mannsins og alheimssálinni er því
sá, að núverandi sálarþroski jarðneska mannsins leyfir að-
eins skynjun hins tímabundna, en sál eða vitund alheimsins
skynjar eilífðina. Jarðneski maðurinn fær aðeins skynjað hið
staðbundna, en alheimssálin skynjar heildina. Þar af leiðir
að venjulegur óvígður maður hefur engan aðgang að skynjun
utan tíma og rúms. Hann skynjar því ekki eigin ódauðleika
eða eilíft lif. Honum er ekki gefið að sjá í gegnum blekkingar
umhverfisins, svo að hann skynji sinn eigin „fasta punkt“ í
sjálfi guðdómsins. Þetta er munurinn á hinum óvígða manni
og hinni alheimsvígðu veru eða heimslausnara, sem skynjar í
samræmi við alheiminn og finnur því að hann og faðirinn
eru eitt og hann sjálfur „vegurinn, sannleikurinn og lífið“.
VI.
Sannur kristíndómur verður ekki framkvæmdur við núver-
andi stjórnskipulag.
Samkvæmt þessari greiningu verður það i hæsta máta skilj-
anlegt og þar með afsakanlegt, að fulltrúar hinna geistlegu
yfirvalda eða prestarnir hafa orðið að framkva'ma og túlka
hina sönnu kristilegu breytni opinberaða með heimslausnar-
anum á þann ófullkomna hátt, sem raun ber vitni. Þeir eru
ekki ennþá gæddir hinni háu þekkingu, sem birtist i fram-
komu heimslausnarans. A meðan geistlegum og borgaralegum
yfirvöldum einhvers ríkis jafnt sem almenningi er ennþá
varnað þess að skynja sál alheimsins og hljóta því óhjákvæmi-
lega að vera á langtum lægra þróunarstigi að því er tekur til
mannúðar og bróðurkærleika en því, sem heimslausnarinn
birti með framkomu sinni, er fullkominn kristindómur óhugs-
andi í framkvæmd innan þess sama ríkis. Réttarfarið getur
ekki gefið öllum „glæpamönnum“ upp sakir með þvi fororði