Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 19

Morgunn - 01.01.1978, Page 19
AIjDAHV örf 17 gata lífsins hefur farið vaxandi í sama mæli og vísindin, er augljóst að eitthvað Jiað er við lífveruna, sem vísindin ráða ekki við. Hér verður boðskapur biblíunnar um það að „deyja dauðanimi“ eftir „neyzluna af skilningstrénu11 að óhaggandi staðreynd. „Neyzlan af skilningstrénu11 er sama og ástundun reynsluþekkingar raunvísindanna. Þar sem þessi ástundun eykur ráðgátu lífsins eða lífverunnar, jafnframt því sem bún bindur lífið efninu, tima og rúmi og Jiar með tilviljuninni, sem aftur er sama og skipulagsleysi og þar með lífleysi, þá höfum við hér það ástand, sem uppfyllir frásögn biblíunnar um að „deyja dauðanum11. En úr því að til eru framkvæmdir sem leiða til „dauðans11, hljóta einnig að vera til framkvæmdir, sem leiða til „lífsins11, enda hefur biblían hent á slíkar framkvæmdir með hugtakinu «hfsins tré“. Með neyzlunni af skilningstrénu urðu Adam og Eva viðskila við lífsins tré. Neyzla af lífsins tré hlýtur Jivi að vera skynjanaform, sem er andstætt hinu lága. Þetta skynj- anaform hlýtur að vera hæfileiki til að skynja og kynnast þeirri hlið lífverunnar eða lífsins, sem hið lága skynjanaform gerir að ráðgátu. En til þess að geta ráðið gátu lífverunnar verður að koma til hæfileiki til skynjunar utan tima og rúms. Það verður að vera hæfileiki til að skynja það samband óend- anleika í tíma og rúmi, sem við nefnum „eilífð11. Þar sem þetta skynjanaform er gagnger andstæða hinnar „lágu11 skynj- unar, nefnum við Jiað hina „háu“ skynjun. Mismunurinn á háu og lágu skynjanaformi er þá fólginn 1 því að gegnum lága skynjun er ekki unnt a'S skynja hlut fyrir upphaf hans og eftir endalok, en gegnum háa skynjun e>' hœgt að skynja hann bœði fyrir upphaf hans og eftir enda- l°k. Vegna þessa verður niðurstaða skynjunar sérhvers hlutar tvenns konar, „lág“ og „há“. Lágskynjuð útkoma hvers hlut- ar merkir þá lilveru hans frá upphafi til endaloka. Háskynj- ub' útkoma merkir aftur á móti tilveru hlutarins fyrir upphaf btins og eftir endalok. Nú vilja menn ef til vill gera þá at- bugasemd við þetta, að enginn hlutur geti verið til fyrir upp- baf sitt og eftir endalok. Og vitaskuld verður að játa, að fyrir 2

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.