Morgunn - 01.01.1978, Qupperneq 20
18
MORGUNN
lágskynjun eða tima- og rúmbundinni skynjun er bluturinn
auðvitað ekki til utan þess rúms og tíma, sem nær frá upp-
hafi hans til endaloka, en fyrir liáskynjun eða eilifðarskynjun
er hluturinn eilífur. Það er rétt, að hann er ekki til innan
rúms og tima og þvi óháður máli og vog, en það sannar ekki
að það „eitthvað“ sem var hluturinn sé nú orðið að alls engu.
„Eitthvað“ getur nefnilega ekki fremur orðið að „engu“ en
„eitthvað“ getur myndazt af „engu“. Sérhver efnislegur hlut-
ur, það er að segja sérhver „skapaður" hlutur, á sér þvi „há-
sálræna“ eða kosmiska fortíð og hlýtur samsvarandi hásál-
ræna eða kosmiska framtíð. Þar sem hluturinn er ekki bund-
inn rúmi og tima í þessari fortíð og framtíð og er því óháður
máli og vog, er ekki unnt að greina hann á neinn annan hátt
en þennan: „eitthvað sem er“. Þar sem þetta „eitthvað" var
til áður en það varð efnislegur hlutur og heldur áfram að
vera til eftir að það hefur verið efnislegur hlutur, hefur það
einnig verið til meðan það var efnislegur hlutur. T hinu „há-
sálræna" ástandi sínu er það því greinilega eilift að eðli.
IX.
Óendanleikinn í rúmi og tíma býr í sérhverri takmörkun.
Svo sem fyrr er að vikið, býr eilífðin og þar með óendan-
leikinn í sérhverjum sköpuðum hlut, hversu smár sem hann
er. Ef við tökum örsmáan hlut, t. d. baun, getum við skipt
honum i tvo hluta, og hvorum hluta aftur i tvo helminga og
þannig áfram. Við fáum aldrei svo lítinn hluta, að honum
verði ekki stöðugt skipt, þó að við verðum vitaskuld vegna
smæðar hlutanna að gefast upp við að skipta þeim með
nokkru efnislegu tæki. En það sýnir aðeins efnislegan van-
mátt okkar, en ekki hitt að hlutnum verði ekki skipt í sjálfu
sér. Fyrir hásálrænni eða kosmiskri skynjun verður hluturinn
aldrei svo lítill að ekki megi skipta honum í tvennt, og þess
vegna birtist okkur hér eilifðin sjálf í formi litlu barmarinnar.
Á sama hátt getum við greint aldur hennar. Ef hún er til að