Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 21

Morgunn - 01.01.1978, Page 21
ALDAHVÖBF 19 mynda ársgömul, getum við skipt þeim tíma í tvö missiri. Hverju missiri má skipta i tvo fjórðu af ári, hverjurn fjórða parti í tvo áttunda, hverjum áttunda parti aftur i tvennt og þannig áfram. Við getum því sálrænt séð eða í huganum haldið áfram að búta niður aldur baunarinnar án þess að kom- ast nokkru sinni að svo smáu broti, að því verði ekki skipt. En þar með kemur óendanleikinn einnig í ljós í aldri baunar- innar. En óendanleiki í tima og rúmi er hið sama og eilífð. Hér höfum við þá eilífðina fyrir okkur í mynd litlu baunar- innar. Þar með höfum við séð, að baunin rúmar í sér eitthvað það, sem er til án tíma og rúms, eitthvað sem er eilíft að eðli. Þetta eðli baunarinnar er þvi „hásálrænt“. Að við sjáum þessa eilífð í mynd baunar eða sem takmarkað fyrirbæri, sem er háð upphafi og endi, er árangur „lágrar“ skynjunar. Það er því ekki fullnaðargreining baunarinnar að hún sé bundin í tíma og rúmi. Lokagreining hennar er sú að hún er rótfest í eilifðinni og opinberar hana. Og þannig er hver „skapaður hlutur“, eins og baunin, opinberun eilífðarinnar frá sjónar- hóli „hárrar" skynjunar, þótt hún dyljist „lágri“ skynjun. X. Hvað er eilífðin? Eins og lokagreining baunarinnar var eilífðareðli hennar, þannig er um sérhvern annan „skapaðan hlut“. Þannig er hin algera kosmiska eða hásálræna grundvallar-niðurstaða um alla „skapaða“ eða timabundna hluti. En þessi grundvall- ar-niðurstaða, þessi „eilífð“ er ekki fyrirbæri bundið tíma og rúmi. Hún er ekki efni eða efnismagn, hvorki bundin stað né aldri. En hlutur sem er án aldurs, án efnis, án litar og lög- unar en er til eigi að síður, getur aðeins verið „eitthvað sem er“. En þar sem þetta er hið eina sem eftir er, þegar hlutur er skynjaður hásálrænni eða kosmiskri skynjun, getur aðeins verið um að ræða það „eitthvað“, sem framkvæmir greining- una, það eitthvað, sem skynjar. Hvað ætti það annars að

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.