Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 21
ALDAHVÖBF 19 mynda ársgömul, getum við skipt þeim tíma í tvö missiri. Hverju missiri má skipta i tvo fjórðu af ári, hverjurn fjórða parti í tvo áttunda, hverjum áttunda parti aftur i tvennt og þannig áfram. Við getum því sálrænt séð eða í huganum haldið áfram að búta niður aldur baunarinnar án þess að kom- ast nokkru sinni að svo smáu broti, að því verði ekki skipt. En þar með kemur óendanleikinn einnig í ljós í aldri baunar- innar. En óendanleiki í tima og rúmi er hið sama og eilífð. Hér höfum við þá eilífðina fyrir okkur í mynd litlu baunar- innar. Þar með höfum við séð, að baunin rúmar í sér eitthvað það, sem er til án tíma og rúms, eitthvað sem er eilíft að eðli. Þetta eðli baunarinnar er þvi „hásálrænt“. Að við sjáum þessa eilífð í mynd baunar eða sem takmarkað fyrirbæri, sem er háð upphafi og endi, er árangur „lágrar“ skynjunar. Það er því ekki fullnaðargreining baunarinnar að hún sé bundin í tíma og rúmi. Lokagreining hennar er sú að hún er rótfest í eilifðinni og opinberar hana. Og þannig er hver „skapaður hlutur“, eins og baunin, opinberun eilífðarinnar frá sjónar- hóli „hárrar" skynjunar, þótt hún dyljist „lágri“ skynjun. X. Hvað er eilífðin? Eins og lokagreining baunarinnar var eilífðareðli hennar, þannig er um sérhvern annan „skapaðan hlut“. Þannig er hin algera kosmiska eða hásálræna grundvallar-niðurstaða um alla „skapaða“ eða timabundna hluti. En þessi grundvall- ar-niðurstaða, þessi „eilífð“ er ekki fyrirbæri bundið tíma og rúmi. Hún er ekki efni eða efnismagn, hvorki bundin stað né aldri. En hlutur sem er án aldurs, án efnis, án litar og lög- unar en er til eigi að síður, getur aðeins verið „eitthvað sem er“. En þar sem þetta er hið eina sem eftir er, þegar hlutur er skynjaður hásálrænni eða kosmiskri skynjun, getur aðeins verið um að ræða það „eitthvað“, sem framkvæmir greining- una, það eitthvað, sem skynjar. Hvað ætti það annars að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.