Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 24
22
MORGUNN
þeim formum máls og vogar, sem hér til heyra. Það heldur
því að lausn heimsgátunnar verði fundin með máli og vog.
En eins og við höfum séð af framansögðu, geta niðurstöður
máls og vogar aðeins verið staðbundnar takmarkanir innan
alheimsins, en aldrei nokkurn tíma sýnt greiningu heildar-
innar, það er að segja alheimsins, og þá ekki heldur lífsins
sjálfs.
XIII.
Hvers vegna hin lágsálræna skynhæfni fullnægir ekki líf-
verunni.
Alheimurinn er ein heild. Jafnvel fyrir lágsálrænni skynj-
un birtist þessi heild i hinu takmarkaða og hinu ótakmarkaða.
Gegnum lágsálræna skynjun getur lífið einnig að vissu leyti
skynjast sem tvenn lögmál, það er að segja sem hið skynjandi
og hið skynjaða, sem einnig má nefna „skaparann“ og „hið
skapaða“. En með lágsálrænni skynjun getur veran aðeins
skynjað svæði rúms og tíma og þá aðeins þau fyrirbæri rúms
og tíma, sem skaparinn, sjálfið eða hið skynjandi „eitthvað“
er tengt eða vafið í. Frá þessum sjónarhóli lítur skaparinn
eða hið skynjandi „eitthvað“ þá út eins og samsafn efnis, og
það er nefnt „lífheild“. Á lágsálræna svæðinu verður lifheild
lífverunnar, sem er skapað fyrirbæri eða efnasamsetning, þess
vegna skoðuð sem heildargreining lífverunnar og samkvæmt
því er lífveran talin efnið eitt, svona þung og þetta gömul. En
slik greining getur aldrei átt við það, sem eilift er og óend-
anlegt. Þess vegna getur hin lágsálræna skynhæfni aldrei full-
nægt hinu skynjandi eilífðareðli lifverunnar. Væri ekki svo,
þá væri heldur engin dulræna eða hjátrú. Dulræna er sama
og viðurkenning þess, aS eitthvaS sé til sem vi<5 ekki skilfum.
HiS dularfulla umhverfis lífveruna merkir þaS, oð vifi játum
aS lífveran hlýtur áS eiga sér œSri skilgreiningu en aSeins
sköpuS efnasambönd og staSreynd er þaS, aS allir sem eru aS
dauSa komnir og vita þaS, trúa í rauninni ákveSiS á fram-
haldslíf. Ef ekki, hvað væri þá að óttast? — Hví skyldu þeir