Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 39

Morgunn - 01.01.1978, Side 39
ALDAHVOKF 37 emmitt sú, að hann eigi að byggja rannsóknir sínar á lífinu °g rökhugsun alla um það á þessu lögmáli? — tJr því að lífið sýnir, að allt sem maðurinn fær skynjað eru síendurteknar hringrásir, hvi skyldi þá ekki gilda hið sama um það, sem hann ekki fær skynjað? — Hví skyldi vera eilíf nótt eða ei- lífur dagur, eilifur vetur eða eilíft sumar i þeim hringrásum sem maðurinn skynjar ekki, úr því að slíkt er óhugsandi í þeim hringrásum sem hann hefur útsýn yfir? — Hvi skyldi sú hringrás sem myndar eitt jarðlíf, ekki vera háð lögmóli endurtekningarinnar, úr því að það lögmál gildir á öllum öðrum sviðum? — Hví skyldi hringrás sú, er myndar eitt jarðlíf, með „árstiðum“ sínum: bernsku, æsku, manndómi og elli, eða með vetri, vori, sumri og hausti ekki endurtakast, eins °g allar aðrar hringrásir, sem við erum vitni að? ■— Eru hin- ar 25.550 endurtekningar sólarhringsins og hinar sjötíu end- urtekningar árshringsins sem við verðum vitni að á sjötíu ara æviskeiði, ásamt hringrás vatnsins ýmist í mynd forar- leðju eða morgun- og kvöldroða á lofti, enn fremur öll önnur efni, sem ýmist koma fyrir í föstu, fljótandi, loftkenndu eða geislamynduðu formi, — er allt þetta ekki fullnægjandi sönn- Un þess, að öll birtingarform efnis eða orku eru endurtekn- mgar hringrásar? Ef við setjum svo að jarðlífshringrásin endurtaki sig, er sú urnsögn eða staðhæfing um endurholdgun því i samræmi við aUt sem náttúran sýnir. Ef við aftur á móti höldum því fram, að jarðlífshringrásin endurtaki sig ekki, heldur sé ein sér, þá getúm við ekki bent á neitt dæmi þeirri staðhæfingu til sönn- unar, og þessi staðhæfing eða skoðun verður ekki studd nein- Um öðrum rökum en þeim, að við munum ekkert úr fyrri jarðvistum. En að neita tilveru einhvers fyrir það eitt að við uiunum ekki eftir ])ví, getur engan veginn verið fullnægjandi róksemd eða greining slíkrar afneitunar. Þá yrði maður einn- ‘g að afneita fyrstu dögum og árum núverandi jarðvistar. Hver man fæðingu sina, — hver man hvert orð sem hann Ht falla í gær? — Jafn heimskulegt og það væri að afneita

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.