Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 41

Morgunn - 01.01.1978, Page 41
ALDAHVORF 39 rásar? — Já, svo óyggjandi eru þessar sannanir, að raunhæf heimsmynd, byggð á vitsmunalegum rökum, er óhugsandi nema á grundvelli hinna sterku áhrifa þessarar hringrásar á efnislega sviðið. Við þurfum ekki annað en að líta á þróunina. Stefnir hún e.kki frá lágu greindarstigi til hærri vitsmuna, frá vanþekkingu lil þekkingar? — En að vaxa frá lágstigi vitsmuna og þekkingar til hærra stigs, frá takmarkaðri vit- tmd til æðri vitundar, það er sama og að vaxa frá myrkri til ijóss, frá dauða til lífs. Sýnir þróunin ekki einmitt slíkan vöxt vitundarinnar? -—• Við sjáum að þróunin hefst allt niðri í steiriaríkinu, breiðist út til jurtaríkisins og þaðan til dýrarík- lsms, þar sem maðurinn er þroskaðasta veran. XXXII. Ein kosmisk árstíð er á förum og önnur ný í uppsiglingu. Á þróunarbrautinni frá steinaríkinu til jarðneska manns- ms er allt það lif að finna, sem við erum fær um að skynja raunhæft með líkamlegum skilningarvitum. Hvað er þunga- miðja þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað innan þessa svæðis, sem við höfum aðgang að? — Er það ekki stigbundin þróun til fullkomnunar í að drepa, limlesta og gjöreyða? — Við höfum þá fy rir okkur þróun, sem smám saman hefur gert iífveruna að snillingi i þessu framferði. Hver er snjallari i rnorðum, limlestingum og gjöreyðingu en jarðneski maður- lni1, og hefur þessi þróun ekki blátt áfram gert það að lífs- skilyrðþ að verurnar verði í ríkum mæli að lifa á holdi og hlóði hverrar annarrar? — Jafnvel mennirnir víla ekki fyrir ser að lifa á holdi og blóði annarra vera, þótt það sé þeim alls ekki lífsskilyrði í líkingu við rándýrin. En það hefur ekki dregið úr drápum og limlestingum mannanna. Þeir eru stöð- ugt háaðall drápslögmálsins. Þeir myrða ekki og limlesta af hfsnauðsyn, heldur af græðgi í óveruleg lífsgæði, þeir myrða af hjátrú, trúarlegu og pólitísku ofstæki, valda- og drottnun- arfíkn og jafnvel af kvalalosta og óeðli. Einstaka verum er

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.