Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 42

Morgunn - 01.01.1978, Page 42
40 MORGUNN það eina leiðin til kynferðislegrar fullnægingar að vekja skelfingu og dauðahroll og öðrum er eldsvoði (brennusótt) eða nauðgun nauðsynleg til að hressa upp á sljóa eða sýkta kynhvöt. Við sjáum einnig af þróuninni, að þetta drápseðli (að undanteknum kvalalosta) hefur upprunalega verið grund- völlur trúariðkana. Mannfórnir og það að drepa aðra eða vera drepinn sjálfur í bardaga var æðsta hugsjón norrænna fornmanna, sem opnaði þeim leið til Valhallar, himnarikis þeirra. Að vísu hafa síðar komið við sögu göfugri trúarbrögð, þar á meðal búddatrú, kristindómur og múhameðstrú, en ekki hefur það ennþá breytt þeirri staðreynd, að tuttugustu aldar menn, þaulvígðir trúarlegum sakramentum og helgisiðum, eru snjöllustu skemmdarvargarnir gegn lífinu á þróunarbraut jarðar. Hin ógæfusömu örlög þeirra eru ljós vottur þess, að þeir kunna ekki að lifa lífinu. Jörðin er svo auðug að para- dísar-gæðum, bæði að því er tekur til loftslags, landslags og lífsgæða, að allir íbúar 'hennar gætu undantekningarlaust verið fullkomlega hamingjusamir. Ógœfa mannkynsins er því ekki efnislegt vandamál, heldur andlegt. ÞaS snýst um hugs- unarháttinn. Það snýst um mannúSarhœfileika, enda sjáum við, að æ fleiri jarSneskir menn gera sér þessa grein og fara að hugsa mannúðlegar en fyrr, innblásnir og studdir af kjarna trúarbragSanna. Menn trúa ekki lengur á Valhöll og hinar drápgjörnu hetjur hennar. Reyndar drepa menn og myrða enn í dag, en þar sem slíkt framferði stríðir gegn mannúðinni, er reynt að láta líta svo út sem það sé einmitt í þágu hennar. Því er haldið fram að hermennskan sé nauðsynleg til þess að berjast gegn villimennsku, og næstum við allar aðstæður er hugsjónablæja breidd yfir grimmdarlegar tilhneigingar. Stríðs- herrarnir eru nefndir „varnarmálaráðherrar“ og hermennska „landvarnarmál“ og enginn viðurkennir að hann fremji árás- arstríð. Allar stríðandi þjóðir þykjast heyja „varnarstríð". Nýr hugsunarháttur, æSra hugarfar er aS rySja sér til rúms. Þetta hugarfar, sem er tiltölulega nýtt, veldur því aS menn fara aS velja á milli hins svonefnda „illa“ og hins svonefnda

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.