Morgunn - 01.01.1978, Qupperneq 53
SKÝRSLA . . .
51
hann er í hverri lífveru, hann er í miðju sólkerfisins og í
miðju liins takmarkaða efnisheims.
Við höfum alls konar múra, sem vísindin eru smám saman
að brjóta niður. Hljóðmúrinn hefur verið rofinn og einnig
ljósmúrinn. En sjálfur tímamúrinn stendur enn af sér allar
árásir. Hér er þvi haldið fram, að framliðnir menn hafi skotið
geislum út í gegnum þennan tímamúr, þeir hafa skotið til
okkar geislum að handan út til okkar, hér fyrir utan múrinn.
Ef menn vilja setja fram leiðsögutilgátu um bústaði fram-
liðinna manna hér undir sólinni, þá er upplagt að vitna i
hugmynd Pyþagórasar um hliðstæðu jarðar á bak við sólina.
Þar eru heimkynni framhaldslífsins. En hliðstæða jarðar eða
hnöttur þessi er ekki aðeins á bak við sólina, hann er á bak
við tímamúrinn í sólkerfinu og þessvegna sjáum við ekki
þennan hnött. Við sjáum ekkert, sem er fyrir innan múrinn.
En þennan hnött framhaldslífsins getum við nefnt Bláu eyj-
una. Það er frægur hnöttur i spíritiskum fræðum. Bláa eyjan
er einn af fylgihnöttum jarðar hér á jarðbrautinni en braut
jarðar um sólu hét heimskringla að fornu, hún er hnatta-
hjólið sem snýst um sólina, hverfanda hvel. Hin forna heims-
mynd gerir ráð fyrir eyjum eða hnöttum bæði fyrir ofan og
neðan jörð á heimskringlubrautinni. Þannig liggja tvær duld-
ar brautir frá jörðu er heita helvegur og sólarvegur. Þessar
tvær brautir eru að sjálfsögðu fyrir innan tímamúrinn. En
það væri vantraust á getu raunvísinda ef menn ætla, að þau
niuni ekki um siðir finna þessar hnattabrautir liinnar gömlu
heimsmyndar.
Þessi hugmynd hefur þann kost, að hún gerir ráð fyrir að
íramliðnir menn búi hér á heimskringlubraut jarðar og á
hnetti eins og við og einnig undir sömu sól og við. Það ræður
af líkum, að ef framliðnir menn búa hér á hnetti undir sörnu
sol og við, þá geta þeir hagnýtt sólarorkuna. Og það kann
að vera auðveldara fyrir þá en okkur. Sólarorkan kann að
flæða inn í gegnum þann múr, sem hér er nefndur tímamúr-
ínn. Nafnið á hnetti þeim, sem nefndur er Bláa eyjan bendir
einmitt til þess að svo sé. Nafnið mun vera dregið af því, að