Morgunn - 01.01.1978, Qupperneq 59
YFIRSKILVITLEG REYNSLA
57
Þorbergssyni o. fl. Þessir hæfileikar lýstu sér í því að hann
gat ráðið draumförum sínum eða stjórnað ferð sinni utan lík-
amans. I endurminningum sínum segir séra Jón Auðuns á
skemmtilegan hátt frá því er hann hitti Þórð utan líkamans
í draumheimi. Jónas Jónsson frá Hriflu notaði dulræna hæfi-
leika Þórðar sem efnivið í sögu í stjórnmálabaráttu sinni, er
hann líkti Bændaflokknum við mann, sem var löngu látinn,
en hitti Þórð Sveinsson á götu og kvartaði yfir því við hann,
að nú væru allir gömlu félagarnir hættir að heilsa sér. Þórði
átti þá að hafa orðið að orði: „Það er ekki von, því þú ert dá-
inn.“ Við það hvarf sýnin. .Tónas frá Hriflu taldi, að Bænda-
flokkurinn þyrfti að mæta svo skyggnum manni sem Þórði
því flokkurinn væri dáinn, enda þótt hann héldi áfram að
telja sig vera á lífi.
Mér er minnisstætt atvik frá árinu 1931: Þeir Sigurður
heitinn Jónasson, þá bæjarfulltrúi, síðar forstjóri Tóbaks-
einkasölu rikisins og faðir minn voru þá orðnir miklir mátar.
En faðir minn var þá endurskoðandi bæjarreikninga auk að-
alstarfs síns, og var spiritismi eða trú á framhaldslíf sameig-
inlegt hugðarefni þeirra. Þá var hér á ferð mjög fræg erlend
spákona, á vegum Sigurðar Jónassonar. Lét faðir minn fyrir
orð Sigurðar tilleiðast að láta hana spá fyrir sér. Föður mín-
um þótti það hin mesta fjarstæða, sem fyrir honum var spáð,
og spaugaði mikið með það. En spáin var sú, að hann ætti
eftir að koma fram í Bandaríkjunum og vekja eftirtekt. Þótti
föður mínum hvort tveggja jafn óhugsandi. Tveim til þrem-
ur árum síðar var amerískur geðlæknir hér á ferð, sem faðir
minn hafði staðið í bréfaskiptum við. Erindi geðlæknisins var
sérstaklega að reyna að fá föður minn til þess að reyna að
koma fram í gegnum miðil í Kaliforníu en læknirinn vissi
um dulræna hæfileika hans og það varð úr, að tilraun þessi
var gerð og mér minnisstætt, að það var um miðjan dag, sem
faðir minn lagði sig til svefns til þess að koma fram i gegnum
miðil í Kaliforníu. —- Og þessi tilraun tókst, sem sagt honum
lókst að sanna sig fyrir fundarmönnum á þessum miðilsfundi