Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 62

Morgunn - 01.01.1978, Side 62
60 MORGUNN þessi gamla kona væri hér. Nú var mér öllum lokið, ég sagði honum að steinþegja og halda áfram að sofa og sofnaði sjálfur litlu síðar, án þess að sjá þessa sýn framar. Við hádegisverðarborðið daginn eftir innti ég hróður minn eftir því, hvort hann myndi eftir þvi, sem gerst hefði um nóttina. Jú, hann mundi það greinilega, hann kvaðst hafa séð gamla konu koma með mér inn í herbergið og hafði furðað sig á því, hvað hún væri að gera þarna. „Þetta var gömul kona með sjal,“ sagði hann. Þegar faðir minn heyrði þetta tal okkar, skaut hann inn í: „Æ, þetta var hún Vigga gamla, hún dó klukkan tvö í nótt, hún hefur verið á leið í bæinn, blessunin.“ Þegar ég var í sjötta bekk menntaskólans, var ég rekinn úr skóla fyrir græskulaust gaman, sem ég og skólabræður mínir nokkrir höfðu frnmmi á dansleik i Kennaraskclanum. Að visu var ég forsprakkinn, en það sem við gerðum, mun í dag vera kallað „happening“ eða uppákoma, sem engum gerði mein en var nánast hreinasta grín. Sprellið, sem ég gerði var að ganga að röð stúlkna, sem sátu á bekkjum og hiðu bess að vera boðnar upp og spyrja: Dansarðu tango eða dansarðu vals e. þ. h. og er stúlkurnar stóðu unp — sagði ég við þær: Þvi dansarðu ekki? Um leið og ég hvarf frá þeim á dans- gólfinu. Aðrar voru sakirnar ekki. Þetta þætti óskiljanlegt i dag — að reka nemendur úr skóla fyrir engar sakir. Við vorum 2, sem urðum nafngreindir af þessum nemendum skólans, og skólastjóri Kennaraskólans kærði framferði okkar til rektors og leiddi það til brottrekst- urs okkar úr skóla, af bví að við vildum ekki gefa upp, hverjir hinir hefðu verið, sem voru með ckkur. Brottrekstur hessi hafði djúp áhrif á mig — út af bessu óréttlæti og skilnings- leysi. Ég komst i tilfinningalegt uppnám og það svo, að ég hugleiddi jafnvel að stytta mér aldur. Mér fannst hetta lif hérna á jörðinni svo leiðinlegt, maður mætti ekki hafa smá grin i framrni, allt yrði að vera svo rígskorðað i tilverunni og því væri best hara að taka ekki lengur þátt í þessum leiðin- lega leik og stytta sér aldur. — En lifsgleði min og trú varð

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.