Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 67
YFIRSKILVITLEG REYNSLA
65
sem nýr heimur hefði opnast fyrir mér. Mér varð þá ekki
Ijóst að reynsla sem þessi hefur fylgt mannkyninu frá örófi
alda, sem sé það, að heilinn spili út, ef svo má segja, öllum
spilum sinum, á dauðastund, hefur fjöldi fólks upplifað, eða
ef það má kalla það slíkt, samhærilega reynslu og hér var.
Er ég í þau 5—6 skipti önnur sem ég hef verið jafn hætt
kominn, eða hættara, hefur þetta ekki endurtekið sig. Þetta
var mjög notaleg tilfinning, maður var eins og h'lutlaus
áhorfandi. E. t. v. hefur sögnin um Lykla-Pétur og hið fræga
syndaregistur hans átt rót sína að rekja til þeirrar reynslu,
sem hér greinir, að allt skuli gert upp á dauðastundinni.
Árið 1966 lenti ég í mjög alvarlegu bílslysi, höfuðkúpu-
brotnaði og missti meðvitund. f það skipti stóð ég nokkur
augnablik utan við likama minn og horfði á sjálfan mig með-
vitundarlausan á götunni. Það var ónotaleg tilfinning, þegar
eg eins og hrökk aftur i likamann eða komst til meðvitundar.
Mér hefur oft síðan orðið hugsað til þessa atviks, er ég sá
sjálfan mig liggjandi meðvitundarlausan, en gat engu um
það ráðið — svipað hefur komið fyrir fjölda fólks, — en ég
þekki enga, sem farið gátu úr líkama sínum að vild í dásvefni
°g með fullri vitund stjórnað ferð sinni og horfið aftur til
h'kama síns utan föður minn. Slíkir hæfileikar eru fátíðir og
nu viðurkenna vísindamenn tilvist þessa. Merkar mennta-
stofnanir fást við að rannsaka þessa hæfileika, eins og t. d.
bin fræga menntastofnun, er áður getur, Duke University.
Vonandi helga vísindin sig þessu efni í auknum mæli í
framtíðinni, enda kominn timi til að menn afli sér a. m. k.
jídnmikillar þekkingar á starfsemi mannsheilans og leyndar-
dómum tunglsins.
5