Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 74

Morgunn - 01.01.1978, Page 74
72 MORGUNN „Þessi staður heyrir til sviðinu, sem ég hef dvalist á síðan ég fór burt úr jarðlifinu, því næsta sem við tekur“ o. s. frv. Bls. 216—17: „Nú líður að því að ég sest undir linditréð mitt, til þess að fá mér hvíldardvala. Ég mun hafa gleymt mér, eins og þið kallið. Verð ég þess þá vör að konan stendur hjá mér. Hún tekur í hönd mér hina vinstri og ég rís upp. Mér varð um leið litið um öxl og hvað haldið þið að ég hafi séð: Sjálfa mig sitjandi undir trénu í hvíldarleiSslu. Mér fannst ég vera sviflétt og konan héll á burt með mig svífandi gegnum rúmið“. Oft er talað um svif i frásögnum framliðinna, en sjaldan gerð grein fyrir því, hvers eðlis svifið er. Finna virðist ekki hafa gert sér grein fyrir þvi, fyrr en hún sá likama sinn sitj- andi eftir á jörðunni, er hún fór sálförum frá honum. Ef ég man rétt, segir Margrét frá öxnafelli frá þvi, að hún hafi orðið undrandi, er hún sá líkama sinn liggjandi eftir á jörð- inni, einhverju sinni er hún fór svifandi með Friðriki. — Það er margt líkt með skyldum, hér og handan. Séu kverin „Islendingabyggð á öði'um hnetti“ orðin ófáan- leg, sem líklegt er, væri sannarlega full þörf á að endur- prenta þau og auglýsa. — Vill ekki Morgunn flytja hið ágæta erindi Gunnlaugs Þórðarsonar um dulargáfur sínar og föður síns, er hann flutti í litvarpið 27. des. sl. — Þakka svo þeim er e. t. v. nenna að lesa bréfið til enda og óska þeim alls vel- famaðar á nýju ári ásamt öllrnn öðrum, er leggja sig fram við hleypidómalausa sannleiksleit. Páll H. Árnason. Hr. Ævar R. Kvaran. Ég fékk köllun að senda þér hér meðfylgjandi orðsend- ingu frá H. B. framliðnum. — Að auki læt ég hér fylgja lýsingu á sýn minni er fyrir mig bar i vor við útför í Foss- vogskirkju. Sigurrós Jóhannsdóttir, Hverfisgötu 83, Rvík.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.