Morgunn - 01.01.1978, Side 82
80
MORGUNN
ist mjög dragast að líkamsleyfum sínum, og er það vitanlega
hinum framliðna einungis til tafar. Hann hefur ekki gert sér
fyllilega ljóst, að hann hefur öðlast annan andlegan líkama
(sem hann hefur reyndar alltaf haft einnig). Ég get þvi ekki
séð að rotnandi líkamsleyfar geti verið nein nauðsyn. Hvem-
ig færi þá fyrir þeim mörgu sem farast í eldi? — Ég tel því
líkbrennslu til framfara. — Æ.R.K.
Ytri-Hlíð, Húsavík, á páskum 1978, 26. mars.
Herra rithöfundur
Ævar R. Kvarau
Æsufelli 6, 109 Reykjavik.
Kæri Ævar R. Kvaran.
Ég vil byrja þessar línur á að þakka yður — af alhug —
fyrir ótal .s7orfróðlcg og umhugsunarverð erindi, sem þér hafið
flutt í útvarpið. Og þótt ég sé oft á reiki um auðnir efasemd-
anna, nem ég þó ávallt staðar og legg eyru við, þegar ég veit
að Ævar R. Kvaran flytur erindi. 1 hvert sinn er ég þess full-
viss, að þá verður lyft tjöldum frá einhverjum þeim salar-
kynnum, sem forvitnileg eru, en við höfum enn ekki kannað
nema örlítinn spöl inn fyrir þröskuldinn. Oft verður mér þá
hugsað til þeirra, er horfa á sjónvarpið kvöld eftir kvöld, þar
til dagskrá þrýtur, og undrast stórum.
Oft hef ég ákveðið að senda yður línur og má vel vera að
erindi yðar um Fróðárundrin, viðureign Grettis og Gláms og
síðast um eldana, sem ekki reyndust þess megnugir að setja
merki sitt á þær mannafætur, sem á þeim gengu, hafi orðið
til þess, að ég vel sjálfa páskana til að svala forvitni minni.
Það ber ekki vitni um kristilegt hugarfar, en þó ótrúlegt sé,
þá virðist liún hafa magnast með árunum, enda sjaldan sótt
fastar á en nú, þegar ég er farinn að stauta ofarlega á átt-
unda áratugnum. En mér er ljúft að játa, að ástæðan er ein-