Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 92

Morgunn - 01.01.1978, Side 92
90 MORGUNN En stundum hefur vaknað hjá mér sú spurning, sem ég hef ekki haft uppburði í mér að koma á framfæri munnlega, en mun nú gera það skriflega. Þær myndir af yfirskilvitlegum atburðum, sem sýndar hafa verið eru að ég held allar erlendis frá. En mér skilst að tekin hafi verið kvikmynd hér heima af merkilegu rannsóknarefni °g á ég þar við myndina af Reyni Leóssyni. Það kannski sannast hér að enginn sé spámaður i sínu föð- urlandi. — En spurning mín er þessi: Væri ekki hægt að fá þessa mynd eða hluta úr henni og sýna á fundi og fjalla síðan um hana á eftir? Ég minnist þess ekki að um Reyni Leósson hafi verið fjallað á þeim fundum sem ég hef setið, þó má það vera. Þetta væri gaman að heyra um. Nú vil ég taka það fram, að ég er ekki meðlimur i S.R.F.I., og á því kannski ekki að skipta mér af málum þessum. En við fundarsetu hef ég notið konu minnar, sem er i félaginu. Virðingarfyllst, Benedikt Sigurjónsson, Sogavegi 117. Svar: Þakka Benedikt þetta ágæta bréf, einnig ábendinguna i sambandi við kvikmynd af Reyni Leóssyni. Þetta mál er verið að rannsaka. — Æ.R.K.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.