Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 93
FRÉTTABRÉF
Aðalfundur Sálarrannsóknafélags Islands var haldinn 5.
apríl 1978 og var kosin stjórn, sem hefur skipt með sér verk-
um sem hér segir: Ævar R. Kvaran, forseti, örn Guðmunds-
son, varaforseti, Erla Tryggvadóttir, gjaldkeri, Aðalheiður
Friðþjófsdóttir, ritari og Helga Einarsdóttir, meðstjórnandi.
I varastjóra sitja Birna Halldórsdóttir, Geir Tómasson, Guð-
mundur Einarsson, Þóra Hallgrímsson og Þorgrímur Þor-
grímsson.
Síðastliðinn vetur hafa félagsfundir verið haldnir fyrsta
fimmtudag hvers mánaðar, nema fyrsti félagsfundur sem
haldinn var 29. september í Langholtskirkju og helgaður minn-
mgu Hafsteins Björnssonar, miðils, sem lézt 15. ágúst 1977.
Fundurinn hófst og endaði á söng, sem einnig var milli ræðna,
en ræðumenn voru (í þeirri röð, sem þeir fluttu ræður sínar):
Ævar R. Kvaran, Guðmundur Jörundsson, Eiríkur Pálsson og
Guðmundur Einarsson. — Söngflokkurinn, sem söng var hinn
sami og söng við útför Hafsteins.
Á nóvembei tundi flutti Ævar R. Kvaran erindi um Áhrif
eiUfharvissunnar á lífsviðhorf. I desember flutti séra Þórir
Stephensen erindi, sem hann kallaði: Sálarrannsóknir og mín
eigin trú. Á janúarfundi flutti örn Guðmundsson erindi og
syndi glærur, Hörður Sigurðsson flutti erindi um „svæðameð-
ferðina“ i febrúar og á marzfundi flutti Árni Óla erindi: Vís-
indi og sálarlíf.
Innlendir miðlar. Hjá félaginu störfuðu tveir lækninga-
miðlar, Unnur Guðjónsdóttir, sem starfaði allt árið og starfar
enn og Jóna Rúna Kvaran, sem starfaði fram í september.
Jóna Rúna Kvaran hyrjar aftur að starfa hjá félaginu í maí.
Unnur fór einnig til Isafjarðar og Sauðárkróks og starfaði þai'.