Morgunn - 01.12.1979, Page 13
UM DAUÐANN
91
virði, að hún var reiðubúin að fórna fyrir það lifi sínu og eigin
barni.
Þegar eiginmaður hennar kom inn í herbergið, þá sneri hún
sér til hans og sagði: „Þú lætur ekki drenginn okkar í hend-
urnar á neinum sem elskar hann ekki, er það?“ En þegar hann
nálgaðist hana, vék hún undan honum og sagði: „Leyfðu mér
að horfa á þessa yndislegu birtu“.
Nú vaknar spurningin um það, hvort hér hafi einungis verið
um óskhyggju að ræða, sem komið hafi fram i formi ofsjónar.
Dr. Barrett velti slíkri skýringu fyrir sér, en hafnaði henni,
sökum þess að meðal þess látna fólks, sem Doris sá, var mann-
eskja sem hún átti ekki von á að sjá þarna. En þannig var mál
með vexti, að systir hennar, Vida, hafði látist þrem vikum
áður. Hins vegar ha fði þess vandlega verið gætt að Doris frétti
þetta ekki, sökum þess hve heilsu hennar var ábótavant. Doris
varð þvi mjög hissa, þegar það gerðist sem hér verður lýst.
Lafði Barrett lýsir því með þessum orðum:
„Hún ávarpaði föður sinn heitinn og sagði: „Ég er að koma“.
Um leið sneri hún sér til mín og sagði: „Ö, hann er svo ná-
lægur“. Svo leit hún aftur á sama stað og sagði með undrunar-
svip: „Hann er með Vidu hjá sér“. Svo sneri hún sér aftur að
mér og sagði: „Vida er hjá honum“. Síðan sagði hún: „Þú vilt
fá mig, pabbi — ég er að koma“.
Dr. Barrett varð fyrir svo miklum áhrifum af því að Doris
skyldi sjá Vidu, að hann safnaði saman öllum slíkum frásögn-
um, sem hann gat fundið, og gaf þær svo út í bók sem bar
nafnið BANABEÐSSÝNIR og út kom 1926.
Þetta var fyrsta kerfisbundna rannsóknin á þess konar fyrir-
bærum. Niðurstöður Barretts voru þær, að hinir deyjandi hafi
séð í sýn látnar persónur, sem hafi komið til þess að færa
þá til sinna himnesku heimkyuna. Hann komst þannig
að þeirri niðurstöðu, að slíkar sýnir eru algengari þegar hugur
sjúklingsins er skýr og skynsamlegur, og stundum komi það
fram i slíkum sýnum sem hinn deyjandi eigi alls ekki von á.
Til dæmis undruðust deyjandi börn oft að sjá engla án vængja.
Einnig kom fram í tilfellum Barretts að sýnunum fylgdu upp-