Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Síða 19

Morgunn - 01.12.1979, Síða 19
UM DAUÐANN 97 mjög hættulega ferð. Hann var að takast á hendur vonlausa ferð fyrir konung sinn og fólkið var að hylla hann. Hann kom inn til þess að kveðja mig og kraup við beð minn yfirkominn af harmi. Yið vissum bæði, að við myndum ekki sjást aftur í þessu lífi. Aðskilnaðurinn var ákaflega dapurlegur, og þegar sýnin hvarf mér, grét ég sáran. Mér fannst ég hafa gengið í gegnum þessa hörðu raun í annað sinn. Þegar sýnin hvarf mér var ég hálfrugluð, því ég þekkti engan sem gæti hafa verið þessi maður. Þegar ég síðar fór að hugsa um þetta fór ég að brjóta heilann um það, hvort það kynni að hafa verið maður sem ég þekkti þá vel, því i fyrsta sinn sem ég sá hann leitaði mjög sterklega á mig að ég hefði þekkt hann vel í öðru lífi. Og nú velti ég þvi fyrir mér — að vísu án minnstu sannfæringar — hvort þetta kynni að hafa verið hann. En þegar ég sá A hvarf mér allur efi. Það var enginn annar en hann. Og sú trú mín hefur verið óbifanleg æ síðan“. Þegar Raynor Johnson skrifaði þetta eftir vini sínum höfðu þessi hjón verið gift í rúman aldarfjórðung og má því segja, að hið ljúfa samband þeirra hafi verið búið að standast próf sitt til hlýtar. Já, þannig sagði konan frá þessu. Það er eftirtektarvert, að þessi sýn hennar birtist henni með öllum tilfinningakrafti ákveðinnar minningar. 1 hinu fræga riti sínu PHÆDO, þar sem Plato á ógleyman- legan hátt lýsir dauða Sókratesar, lætur höfundur i ljós þá skoðun, að ef sálimar yrðu fyrst til við fæðingu, þá virtist heimspekingi ólíklegt að þær lifðu eftir dauðann. Má ef til vill orða þetta svo, að ef eðli sálarinnar er ódauðlegt (eins og Plato áleit) þá leiði ódauðleikur, sem felur í sér takmarkalausa fram- tíð til þess, að fortíðin sé einnig takmarkalaus. Að fallast á annað án hins, eins og sumir virðast gera, er furðulegur koll- hnís í andlegri leikfimi, sem erfitt hlýtur að vera að gera sér grein fyrir á hverju byggist. Hvort líf sé að þessu loknu hefur verið mikið rætt og um það hafa verið skrifaðar bækur í þúsundatali. Á íslensku er til 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.