Morgunn - 01.12.1979, Page 21
UM DATJÐANN
99
trúaður maður ímyndað sér að Guð geti aðhafst eitthvað, sem
hver einasta sæmi'lega gerð manneskja myndi gera allt i sínu
valdi til þess að hindra?
Það er reyndar undarlegt að við hér á Vesturlöndum föll-
umst skilyrðislaust á lögmál orsaka og afleiðinga á sviði vís-
inda, en virðumst treg til þess að viðurkenna áhrif þeirra á
öðrum mikilvægum sviðum. Og þó er þetta snar þáttur í siða-
lögmáli allra hinna miklu trúarbragða: „Eins og maðurinn sáir,
svo mun hann og uppskera". 1 austurlenskri heimspeki er þetta
hið mikla karmalögmál. Iiverj u sem maðurinn sáir, hvort sem
það er á sviði orðs, æðis eða hugsunar, þá mun hann einhvern
tíma og einhvers staðar einnig uppskera í samræmi við það.
Hér er engan veginn um endurgjald eða refsingu að ræða,
heldur einungis óhjákvæmilega afleiðingu, sem jafnt á við um
illt og gott.
Slíkt sjónarmið er rökrétt og forðar okkur frá þeirri fárán-
legu hugmynd, að Guð sýni hlutdrægni með því að veita ný-
sköpuðum sálum ákaflega mismunandi aðstöðu til þroska. Ef
við gerum ráð fyrir þvi að maður sé fæddur fáviti sökum
athafna i fyrra lifi, þá kann það að sýnast hranaleg skoðun, en
við skulum strax gera okkur ljóst, að það er ekki skoðunin sem
er ruddaleg, heldur staðreyndirnar.
Vitanlega koma hér einnig erfðir til greina, því neitar enginn.
En hins vegar verður að líta á þær ekki eingöngu sem orsök,
heldur einnig sem afleiðingu. Þeir, sem trúa á karmalögmálið,
telja að það virki að baki erfðanna með þeim hætti, að það
beini eða dragi persónu til þess að fæðast af sérstökum for-
eldrum við ákveðin skilyrði.
Þá er enn eitt sem styður líkurnar til þess að sál mannsins
hafi átt sér tilveru áður en hún fæddist i þennan heim. En
það er hinn feiknalegi mismunur andlegra afreka sem alls
staðar blasir við okkur. Það er hyldýpisgjá milli andlegra kosta
og hæfileika bestu manna sem við þekkjum og hinna verstu;
milli helga mannsins eða vitringsins annars vegar og hins úr-
kynjaða úrhraks á hinn bóginn. Þetta bil er svo gífurlegt, að
margir eru þeirrar skoðunar, að það sé ekki hægt að útskýra