Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 41

Morgunn - 01.12.1979, Side 41
ÍSLENDINGAR Á ALÞJOÐAFUNDI 119 þremur börnum sínum en það yrði of löng saga að segja frá því hér, hvað skeði á heimili þeirra. En í stuttu máli sagt fluttust hlutir til í ibúð þeirra, borð, stólar, sængurfatnaður, rúmin og börnin þeyttust upp úr rúmunum, pottar og pönnur flugu í loftinu um herbergin. Lögreglan hafði afskipti af máli þessu og mikið var um þetta mál rætt i blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Andarnir fengust til að tala og það var tekið upp á segulband, sem við fengum að heyra. Einnig tók hann fjölda mynda af fynrbrigðum þessum, sem hann sýndi okkur. Fyrirlesarinn heitir Maurice Gross. Þriðji dagurinn hófst með fyrirlestri Gordons Higginsons um útbreiðslustarfsemi sálarrannsókna við upphaf nýrrar aldar. Var erindi þetta hið athyghsverðasta enda ekki við öðru að búast, þar eð i hlut átti sá maður, sem fremst stend- ur, og er þá mikið sagt, í röðum sálarrannsóknamanna á Bretlandseyjum, bæði hvað varðar miðilshæfileika á mörg- um sviðum og fyrir baráttumálum þeirra. Það hreint gneistaði af ræðumanni og var það hrein og einstök upplifun að hlusta á þvílíka mælsku. Eftir hádegis- verð hélt Gordon Higginson áfram fyrirlestri sínum, en að honum loknum létu áheyrendur í ljós hrifningu sína. Að kvöldverði loknum hélt David Hopkins erendi um kennsluaðferðir Sálarrannsóknafélags Bretlands, sem á ensku heitir The Spiritualist National Union. Annar dagur hófst með fyrirlestri George Clausure um vísindalegar sannanir um líf eftir dauðann. Eftir hádegi flutti J. Oyanedel fyrirlestur, sem bar heitið „Bygging orku- sviðslikamans“. Eftir kvöldverð talaði Gordon Higginson og hélt skyggni- lýsingafund. Hann er þekktur fyrir svo nákvæmar skyggni- lýsingar, að honum nægir ekki að lýsa nákvæmlega fólki og staðháttum, heldur gefur hann upp húsnúmer og símanúm- er, ef því er að skipta. Fjórði dagurinn var notaður til skemmtiferðar. Farið var til Cambridge og heimsótt spíritistakirkjan þar. Leiðtogar

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.