Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 48

Morgunn - 01.12.1979, Page 48
126 MORGUNN 1 september voru haldnir tveir aukafundir á Hallveigar- stöðum. Það voru fundir þar sem lækningamiðillinn David Lapato frá Suður-Afríku sýndi aðferðir sínar, en hann kom hingað til lands á vegum félags okkar. Hann hafði einnig einkafundi vikuna 18/9 til 22/9 í húsakynnum félagsins í Garðastræti. Fyrsti reglulegi vetrarfundur félagsins var haldinn 16. októ- ber og flutti forseti félagsins 'þar erindi: Er dýrlegt áS deyja? Allir fóru þessir fundir fram með því sniði sem við höfum smám saman skapað okkur, nefnilega að í upphafi fundar er flutt erindi; síðan er kaffihlé, en að því loknu hefjast svo al- mennar fyrirspurnir og umræður, sem iðulega leiða til þess að miklu fleira upplýsist en fram kemur í erindunum. 1 nóvember kom svo breski miðillinn Eileen Roberts til fé- lagsins. Hún hélt einkafundi, nokkra hópfundi og fimm fundi á Hallveigarstöðum dagana 20/11, 23/11, 27/11, 30/11 og 7/12. Hún flutti erindi, hafði skyggnilýsingar o. fl., og vöktu þessir fundir mikla athygli í blöðum og tímaritum höfuðstað- arins, svo viðtöl við Eileen birtust víða. Þá tók hún að lokum hóp fólks með dulræna hæfileika í þjálfun. Félagið auglýsti eftir fólki sem teldi sig hafa slíka hæfileika. Upphaflega gáfu sig fram 24. En smám saman valdi Eileen úr þessum hópi 12 manns og sagði fyrir um áframhaldandi þjálfun þeirra. Þessari þjálfun hefur verið haldið áfram undir stjórn Guð- mundar Einarssonar og Þorgríms Þorgrimssonar. Þetta hefur verið sérstaklega mikilvæg heimsókn fyrir félagið, því okkur hefur einmitt mjög skort hæfa kennslu í þjálfun fyrir miðla- efni framtíðarinnar. Fólk virðist almennt hafa ákaflega óskýr- ar hugmyndir um það hvað til þess þarf að vera góður miðill. Það segir við mig: Eruð þið virkilega ekki búnir að fá neinn nýjan miðil? Það er svo langt siðan Hafsteinn dó! Já, það er hálft annað ár og svo virðist sem fólk ímyndi sér, að þar hafi kvatt okkur maður sem jafnauðvelt væri að fá annan í stað hans og ef venjulegur skrifstofumaður kveður. Það gleymir því, að þó Hafsteinn hafi haft meðfædda miðilshæfileika í ríkum mæli, þá varð hann samt að gangast undir þjálfun Ein-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.