Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Síða 52

Morgunn - 01.12.1979, Síða 52
130 MORGUNN í Morgun. Hann er skýr maður og athugull og fögnum við því að hafa fengið hann í stjórnina með okkur. Annars hafa allir meðstjórnendur mínir sýnt frábæran áhuga, dugnað og fórnfýsi í starfi, svo það hefur verið unaður að starfa með þeim. Þess vegna er ekki laust við að mér þyki fyrir því að verða að tilkynna ykkur, að tvær konur, sem nú hafa verið í stjórn félagsins í fjögur til fimm ár, gefa nú ekki kost á sér í stjórn að þessu sinni. Þær eru Aðalheiður Frið- þjófsdóttir og Helga Einarsdóttir. Hefur okkur ekki tekist a. m. k. að þessu sinni að telja þeim hughvarf. En úr því að við verðum að sætta okkur við að missa þessa ágætu starfsmenn i bili, þá vil ég nota þetta tækifæri til þess fyrir okkar allra hönd að færa þeim þakkir fyrir frábær störf. Yið, sem setið höfum með þeim í stjórninni lengri eða skemmri tíma, vitum best hve félagið á þessum samstarfsmönnum okkar mikið að þakka fyrir góð og mikilvæg og fórnfús störf. Um leið og við óskum þeim góðs gengis í framtíðinni, ætlum við að leyfa okkur að lifa áfram i þeirri von, að þær fái heimþrá einhvern daginn til starfa ó ný fyrir félagið, þegar dregur úr önnum þeirra. Þá hafa lækningamiðlarnir okkar, Unnur Guðjónsdótt- ir og Jóna Rúna Kvaran, unnið ágætt starf á vegum félagsins á þessum vetri og fer sjúklingum þeirra fjölgandi. Samkvæmt þrábeiðni Sveins heitins Vikings tók ég við rit- stjórn MORGUNS 1971 og hef verið við það síðan. Ég hef undanfarið verið að þreifa mig áfram með smóbreytingar, svo sem Raddir lesenda, sem gefist hafa mjög vel, en þigg að sjálf- sögðu hvers konar góðar tillögur um breytingar til bóta, ef einhver vill leggja mér lið. Til dæmis hef ég einnig látið mér detta í hug að lesendur sendu MORGNI spumingar í sambandi við sálræn efni, svo með því væri hægt að auka þekkingu á vissum einstökum atriðum i þessum efnum. Um þetta ætla ég að biðja ykkur að hugsa og íhuga með mér. Þar eð ritstörfin fyrir þetta félag hafa um alllangt skeið fallið mér í skaut, hef ég einnig talið mér skylt að leiðrétta ýmsar vitleysur, sem haldið hefur verið fram opinberlega og snerta félag okkar. Hef ég í slíkum tilfellum svarað slíku í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.