Morgunn - 01.12.1979, Page 54
132
MORGUNN
við getum gert til að fagna þessum stuðningi er að kaupa bók
dr. Erlends. ÞESSA HEIMS OG ANNARS, sem er stórkostleg.
Þessi skýrsla mín er nú orðin alllöng, en ástæðan er sú, að
ég vil að þið vitið hvað við erum að gera. Að minnsta kosti
hvert stefnir.
Félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt og vil ég biðja ykkur
að hvetja þá sem ánægju hafa af lestri sem snerta sálræn efni
að gerast kaupendur MORGUNS og ganga í félag okkar, sjálf-
um sér og því til styrktar.
Að lokum vil ég geta þess að ýmsir félagsmenn hafa spurt
nokkuð um hvort Joan Reed, lækningamiðiRinn, sem mörg
ykkar hafa vafalaust kynnst, komi aftur til okkar. Ég get nú
svarað því játandi, því við eigum von á henni þ. 8. maí n. k.,
en munum auglýsa það þegar að því kemur.
Þá vil ég að lokum nefna að ég hef flutt erindi á ýmsum
stöðum, sem snerta kenningar okkar, svo sem Laugalandi og
Akureyri fyrir norðan og hér sunnanlands hjá sálarrann-
sóknafélögunum í Hafnarfirði, Keflavik og á Selfossi. Eánnig
hef ég stundum verið beðinn að flytja erindi um þessi efni
í menntaskólum, svo sem Menntaskólanum í Reykjavík,
Hamrahlíðarskólanum o. fl. Nýlega óskuðu nemendur í Haga-
skóla eftir viðtali við mig. Þeir höfðu með sér hin ágætustu
hljóðritunartæki og tóku upp hvert orð sem ég sagði. Síðan
sendu þeir mér skólablaðið sitt. Brá mér heldur en ekki í brún,
þegar ég sá þar viðtalið við mig upp á 16 blaðsíður. Annað
efni í þessu skólablaði voru tvær dulrænar frásagnir. Hver
getur svo sagt, að æskan rétti okkur ekki örvandi hönd?